Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
MAST leggur á gjald fyrir dýraeftirlit
Fréttir 5. júní 2014

MAST leggur á gjald fyrir dýraeftirlit

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Matvælastofnun hefur sett fram tímabundið gjald vegna eftirlits með sauðfé og hrossum. Mun þetta gjald gilda þar til áhættuflokkun hefur verið tekin upp, sem áætlað er að verði um næstu áramót. Áhættuflokkunin mun hafa í för með sér flokkun á þeim aðilum sem halda dýr og þeir sem teljast af ýmsum áhættum í hærri áhættuflokki munu þá fá áætlaða á sig fleiri tíma í eftirlit.

Um er að ræða eftirlit sem fram til síðustu áramóta var á hendi búfjáreftirlitsmanna sveitarfélaganna. Ekki hefur verið rukkað fyrir þær eftirlitsheimsóknir sem farið hafa fram frá síðustu áramótum en nú mega bændur sem hafa fengið heimsóknir eiga von á rukkun fyrir þær á næstunni.

Á meðan áhættuflokkun er ekki lokið hafa héraðsdýralæknar skipulagt eftirlit á grundvelli þriggja þátta og hefur eftirlitinu verið hagað í samræmi við þá skipulagningu frá áramótum. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á að fara á bæi sem athugasemdir hafa verið gerðar við í fyrra eftirliti eða ábendingar hafa borist um, í öðru lagi bæi sem ekki hafa skilað inn haustskýrslu og í þriðja lagi bæi sem valdir eru með slembiúrtaki.

Fast gjald eftir fjölda

Gjaldið byggir á tímagjaldi skv. 8. gr. reglugerðar nr. 567/2012 um gjaldskrá fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar. Gjaldið er í samræmi við aðra gjaldskrá vegna eftirlits með dýrum, svo sem vegna nautgripa, og svína. Við útreikning á gjaldinu er stuðst við tiltekna verkþætti sem tengjast eftirlitinu, meðal annars undirbúning, aksturstíma, eftirlit á staðnum, frágang og skýrslugerð. Til viðbótar við neðangreint gjald bætist við fast akstursgjald. 

1 myndir:

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...