Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
MAST leggur á gjald fyrir dýraeftirlit
Fréttir 5. júní 2014

MAST leggur á gjald fyrir dýraeftirlit

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Matvælastofnun hefur sett fram tímabundið gjald vegna eftirlits með sauðfé og hrossum. Mun þetta gjald gilda þar til áhættuflokkun hefur verið tekin upp, sem áætlað er að verði um næstu áramót. Áhættuflokkunin mun hafa í för með sér flokkun á þeim aðilum sem halda dýr og þeir sem teljast af ýmsum áhættum í hærri áhættuflokki munu þá fá áætlaða á sig fleiri tíma í eftirlit.

Um er að ræða eftirlit sem fram til síðustu áramóta var á hendi búfjáreftirlitsmanna sveitarfélaganna. Ekki hefur verið rukkað fyrir þær eftirlitsheimsóknir sem farið hafa fram frá síðustu áramótum en nú mega bændur sem hafa fengið heimsóknir eiga von á rukkun fyrir þær á næstunni.

Á meðan áhættuflokkun er ekki lokið hafa héraðsdýralæknar skipulagt eftirlit á grundvelli þriggja þátta og hefur eftirlitinu verið hagað í samræmi við þá skipulagningu frá áramótum. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á að fara á bæi sem athugasemdir hafa verið gerðar við í fyrra eftirliti eða ábendingar hafa borist um, í öðru lagi bæi sem ekki hafa skilað inn haustskýrslu og í þriðja lagi bæi sem valdir eru með slembiúrtaki.

Fast gjald eftir fjölda

Gjaldið byggir á tímagjaldi skv. 8. gr. reglugerðar nr. 567/2012 um gjaldskrá fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar. Gjaldið er í samræmi við aðra gjaldskrá vegna eftirlits með dýrum, svo sem vegna nautgripa, og svína. Við útreikning á gjaldinu er stuðst við tiltekna verkþætti sem tengjast eftirlitinu, meðal annars undirbúning, aksturstíma, eftirlit á staðnum, frágang og skýrslugerð. Til viðbótar við neðangreint gjald bætist við fast akstursgjald. 

1 myndir:

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...