Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda var haldinn í Bændahöllinni 4.–5. apríl 2019.
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda var haldinn í Bændahöllinni 4.–5. apríl 2019.
Mynd / HKr.
Fréttir 12. apríl 2019

LS skorar á Alþingi að beita sér af fullum þunga til að tryggja lýðheilsu

Höfundur: HKr.
Aðalfundur Landssamtaka sauð­fjárbænda (LS), sem haldinn var á Hótel Sögu 4.–5. apríl 2019, harmar niðurstöðu EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar varðandi innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. Fundurinn skorar á Alþingi Íslendinga að beita sér af fullum þunga fyrir aðgerðum sem tryggja lýðheilsu þjóðarinnar og vernda einstaka sjúkdómastöðu íslenskra búfjár­stofna við meðferð frumvarps til laga, mál nr. 766 um innflutning búfjárafurða o.fl. 
 
Á aðalfundinum var samþykktur fjöldi ályktana er varðar hagsmuni bænda. Þar á meðal hafnaði aðalfundurinn hugmyndum um sameiningu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS rann­sókn­arsjóðs í sjávarútvegi undir hatti matvælasjóðs. Segir í álykt­uninni að Framleiðnisjóður hafi mikilvægu hlutverki að gegna í byggðalegu samhengi, sérstaklega í tengslum við styrkveitingar til nýsköpunarverkefna á vegum bænda. Þá segri í greinargerð með samþykktinni:
 
„Í greinargerð lagafrumvarps um afnám frystiskyldu kemur fram að unnið sé að sameiningu m.a. Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi með það að markmiði að koma á fót einum öflugum matvælasjóði sem styður betur við nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu. Framleiðnisjóður styður ýmis viðfangsefni önnur en þau er lúta beint að matvælaframleiðslu, t.a.m. uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifbýli, námsstyrki til masters­nema á sviði landbúnaðar, skógræktar- og landgræðsluverkefni og mikilvæg framfarverkefni á ýmsum sviðum landbúnaðar, sem ekki koma öll matvælaframleiðslu beint við.“ 
Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...