Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Gríðarlegt fannfergi hefur verið við utanverðan Eyjafjörð og þykk svellalög á túnum inn til landsins, sérstaklega í Hörgárdal þar sem raunin varð sú í fyrravor að umtalsvert kal var í túnum.
Gríðarlegt fannfergi hefur verið við utanverðan Eyjafjörð og þykk svellalög á túnum inn til landsins, sérstaklega í Hörgárdal þar sem raunin varð sú í fyrravor að umtalsvert kal var í túnum.
Fréttir 20. mars 2014

Líkur á kalskemmdum aukast dag frá degi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Og það sem verra er þá aukast líkur á kalskemmdum í ár dag frá degi, en svellalög hafa legið á túnum vel á annan mánuð við utanverðan Eyjafjörð og Öxnadal,“ sagði Trausti Þórisson, bóndi á Hofsá og fráfarandi formaður Félags eyfirskra kúabænda, á aðalfundi félagsins fyrir skömmu. Hann rifjaði í ávarpi til fundarins upp að undanfarin misseri hefðu náttúruöflin minnt rækilega á sig.

Þykk svellalög

Gríðarlegt fannfergi hefði verið við utanverðan Eyjafjörð og þykk svellalög á túnum inn til landsins, sérstaklega í Hörgárdal þar sem raunin varð sú í fyrravor að umtalsvert kal var í túnum.
„Margir hafi þurft að kaupa hey, „og má segja að stanslausir heyflutningar hafi verið inn á svæðið langt fram á vor.“


Frá Norður- og Austurlandi bárust 114 umsóknir til Bjargráðasjóðs vegna kals. „Það segir sig sjálft að eftir fjögur ár með verulegum fjárútlátum er sjóðurinn illa í stakk búinn að bæta að fullu þau stórtjón sem urðu hér á svæðinu 2013,“ sagði Trausti og bætti við að líkur á kalskemmdum á komandi vori ykjust dag frá degi.


Stóráfallatrygging?

Trausti kvaðst taka undir orð Sigurgeirs Hreinssonar, framkvæmdastjóra BSE, sem sagði í samtali við Bændablaðið fyrr á þessu ári að leiðinlegt væri að fara á fund stjórnvalda með betlistaf í hvert sinn sem áföll dyndu yfir. Trausti velti því fyrir sér hvort bændur ættu að fá tryggingafélögin til að bjóða upp á stóráfallatryggingu.


„Ljóst er þó í mínum huga að iðgjöld af slíkum tryggingum verða há og óvíst að tryggingafélögin leggi í að hafa þær í boði, allavega ekki á meðan Bjargráðasjóður er til staðar.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...