Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lestur Bændablaðsins eykst á höfuðborgarsvæðinu
Mynd / Heimild / Gallup
Fréttir 23. janúar 2020

Lestur Bændablaðsins eykst á höfuðborgarsvæðinu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Bændablaðið kemur vel út úr nýrri lestrarkönnun Gallup sem kynnt var á dögunum. 
Á landsbyggðinni segjast 41,9% fólks hafa lesið Bændablaðið en þar á eftir kemur Fréttablaðið með 21,9% meðallestur. Morgunblaðið, sem áður hafði sterka stöðu á landsbyggðinni, mælist nú einungis með 19% lestur en 25,5% á höfuðborgarsvæðinu. 
 
Heimild / Prentmiðlakönnun Gallup 
 
Bændablaðið eykur hlut sinn á höfuðborgarsvæðinu en þar er lesturinn 21,9% en var 20,4% á sama tímabili í fyrra.
 
Heimild / Prentmiðlakönnun Gallup 
 
Bændablaðið í öðru sæti yfir landið allt
 
Þegar lestur yfir landið allt er skoðaður er Fréttablaðið í efsta sæti en 37% landsmanna lesa það að staðaldri. Bændablaðið kemur þar á eftir með 29,2% lestur og síðan er Morgunblaðið í þriðja sæti með 23,2% lestur. 
 
Heimild / Prentmiðlakönnun Gallup
 
Önnur blöð eru minna lesin yfir allt landið. DV mælist með 7,2% lestur, Viðskiptablaðið 8%, Stundin með 10,4% og Mannlíf með 17,7%.
 
Blaðalestur dalar
 
Töluverðar breytingar hafa orðið á lestri prentmiðla á síðustu árum og fer hann minnkandi. Í lok árs 2017 mældist Fréttablaðið með 43,8% lestur á landsvísu og Morgunblaðið með 25,6%. Bændablaðið heldur nokkurn veginn sínu en munur á lestri er vart marktækur á milli 2017 og 2019, er nú 29,2% sem áður segir. 
 
Fleiri karlar en konur lesa blaðið
 
Karlar eru líklegri til þess að lesa Bændablaðið en konur. Þriðjungur íslenskra karlmanna les blaðið en um fjórðungur kvenna.
 
Ríflega 24% þeirra sem eru með háskólapróf lesa Bændablaðið og 37,4% þeirra sem eru einungis með grunnskólapróf. Eldri aldurshópar virðast tryggari lesendur en þeir yngri. Aðeins 10,5% ungs fólks á aldrinum 20–29 ára les Bændablaðið en 41,1% þeirra sem eru á aldrinum 50–59 ára. Rúmlega helmingur fólks yfir sextugu les Bændablaðið að staðaldri, eða 53,4%. 
 
Könnunin var gerð á síðasta ársfjórðungi 2019 af markaðs­rannsóknum Gallup.
 
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...