Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Leitað er eftir sérstæðum litamynstrum á hrossum, svipuðum þeim sem hér sjást; rákir á legg og rákir á síðu.
Leitað er eftir sérstæðum litamynstrum á hrossum, svipuðum þeim sem hér sjást; rákir á legg og rákir á síðu.
Mynd / Kristín Halldórsdóttir
Fréttir 25. febrúar 2020

Leitað eftir hrossum með sérstæð litamynstur í feldi

Höfundur: Ritstjórn
Búvísindamenn í Svíþjóð óska eftir liðsinni hrossaræktenda á Íslandi vegna rannsóknar á sérstökum litaafbrigðum í feldi íslenska hestsins. 
 
Við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar (SLU) í Uppsölum eru nú í gangi nokkrar rannsóknir þar sem íslenski hesturinn spilar stórt hlutverk. Ein af ástæðum fyrir vinsældum íslenska hestsins sem viðfangsefni rannsókna er fjölbreytileiki stofnsins og mikið gagnasafn svipfars- og ætternisskráninga sem safnast hefur síðustu áratugi. Í raun er það einstakt meðal hrossakynja hve stórt og aðgengilegt gagnasafnið er.
 
Átt þú hross með sérstök litamynstur?
 
Á næstu misserum fer í gang verkefni sem hefur það að markmiði að greina erfðafræðilegan uppruna sérstæðra mynstra í feldi hrossa. Með sérstæðum mynstrum er til að mynda átt við ál og rákir á leggjum og síðum álóttra hrossa, dröfnur og/eða bletti á búk einlitra hrossa. Á meðfylgjandi myndum má sjá dæmi um rákir á leggjum og síðum móálótts hross.
 
Rákir á síðu.
 
DNA-sýni og ljósmyndir
 
Rannsóknahópurinn sem stendur að rannsókninni leitar nú til áhugasamra eigenda íslenskra hrossa um að leggja fram DNA-sýni úr hrossum sem bera umrætt svipfar. Þátttakan er auðveld en hún felur í sér greinargóðar ljósmyndir af svipfari hrossins og hársýni úr tagli þess til DNA-greiningar.
 
Rákir á legg. 
 
Þeir sem hafa áhuga á að leggja rannsókninni lið eða hafa frekari spurningar eru hvattir til að hafa samband við Doreen Schwochow (doreen.schwochow@slu.se) eða Heiðrúnu Sigurðardóttur (heidrun.sigurdardottir@slu.se) hjá SLU.
 
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...