Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Landbúnaðarsafn Íslands flytur í nýtt húsnæði
Fréttir 1. október 2014

Landbúnaðarsafn Íslands flytur í nýtt húsnæði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarsafn Íslands verður opnað í nýju húsnæði 2. október næstkomandi klukkan 16.00.

Nýja húsnæðið sem um ræðir er gamla fjósið á Hvanneyri sem var byggt árið 1928.

Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri og verkefnisstjóri safnsins, segir að flutningi muna í nýja húsnæðið sé lokið og uppröðun langt á veg komin. „Hér verður því allt klárt á opnunardegi. Gamla fjósið sem hýsir sýninguna núna er sýningargripur út af fyrir sig og að öllu leyti hentugra húsnæði en þar sem sýningin var áður. Sýningarrýmið er líka stærra og því hægt að gera sögunni betri skil. Sýningarsvæðið mun svo stækka enn meira á næstu tíu árum.

Landbúnaðarsafnið var sett á laggirnar árið 1940 og hét þá Verkfærasafn ríkisins, nafninu var seinna breytt í Búvélasafnið og heitir nú Landbúnaðarsafn Íslands. Í safninu er að finna sýnishorn af búvélum og þar er rakin saga tækniþróunar og vélvæðingar landbúnaðarins.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...