Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fréttir 14. desember 2015

Lækjarmót besta ræktunarbúið

Uppskeruhátíð Hrossaræktar­samtaka Vestur-Húnavatnssýslu og Hestamannafélagsins Þyts var haldin í félagsheimilinu á Hvammstanga fyrir skemmstu. 
 
Veittar voru ýmsar viðurkenningar, m.a. fyrir ræktunarbú ársins og knapa ársins. Lækjarmót var valið ræktunarbú ársins 2015, þriðja árið í röð. Þá var að auki boðið upp á fjölbreytta dagskrá, góðan mat og skemmtun. Tókst hátíðin hið besta í alla staði að því er fram kemur á vefsíðu Hestamannafélagsins Þyts.
Titilinn knapi ársins hlaut Ísólfur L. Þórisson en hann varð í fyrsta sæti í 1. flokki. Ísólfur hlaut þennan titil líka í fyrra. Í öðru sæti var James Bóas Faulkner og í þriðja sæti var Tryggvi Björnsson.
 
Þorgeir Jóhannesson hlaut titilinn knapi ársins í 2. flokki, Magnús Ásgeir Elíasson varð í öðru sæti og Sigrún Eva Þórisdóttir í því þriðja. Í ungmennaflokki var Birna Olivia Agnarsdóttir í fyrsta sæti, Kristófer Smári Gunnarsson í öðru sæti og Fanndís Ósk Pálsdóttir í þriðja sæti.
 
Hæst dæmdi stóðhesturinn var Brimnir frá Efri-Fitjum með aðaleinkunnina 8,45. Hæst dæmda hryssan var Snilld frá Syðri-Völlum með aðaleinkunnina 8,37.
 
Uppskeruhátíð æskulýðsstarfs Þyts
 
Uppskeruhátíð æskulýðsstarfsins hjá Hestamannafélaginu Þyti var haldin á Gauksmýri. Um  60 börn og unglingar tóku þátt í starfinu á síðasta starfsári.
 
Allir krakkarnir fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og húfu merkta Þyti. Þá voru veitt verðlaun fyrir stigahæstu þrjá knapana í barnaflokki annars vegar og unglingaflokki hins vegar. Eysteinn Tjörvi Kristinsson var stigahæsti knapinn í barnaflokki. Í öðru sæti var Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Ingvar Óli Sigurðsson í því þriðja. Í unglingaflokki var Karitas Aradóttir stigahæsti knapinn, Eva Dögg Pálsdóttir í öðru sæti og Anna Herdís Sigurbjartsdóttir í þriðja sæti.

4 myndir:

Skylt efni: Hrossarækt

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...