Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá Kótelettukvöldi Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga.
Frá Kótelettukvöldi Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga.
Mynd / Norðangátt.is
Fréttir 7. apríl 2016

Kótelettukvöld skilaði þremur milljónum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Rúmar þrjár milljónir króna söfnuðust á Kótelettukvöldi á Hvammstanga, en til þess efndi Lionsklúbburinn Bjarmi í samstarfi við Karlakórinn Lóuþræla, Húsfreyjurnar á Vatnsnesi, Kvenfélagið Björg og fleiri. Kótelettukvöldið var liður í söfnun fyrir nýju ómtæki á Heilsugæsluna á Hvammstanga.
 
Allir þeir sem unnu að undirbúningi, framkvæmd og skemmtu á samkomunni gáfu vinnu sína, að því er fram kemur á vefnum Norðanátt. Sömu sögu er að segja af öllu hráefni, ásamt afnotum af húsnæði og tækjum. Allt lagt til án endurgjalds.
 
Innkoman af þessum viðburði var ríflega þrjár milljónir króna, m.a. með aðgangseyri, styrktarlínum í dagskrárbæklingi, sölu á bar og uppboði á listmunum og handverki úr héraði. Að viðbættum frjálsum framlögum frá sveitarfélagi, félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum nemur upphæðin nær 4 milljónum króna.
 
Elinborg Sigurgeirsdóttir, Guðmundur Hólmar Jónsson, Daníel Geir Sigurðsson og Skúli Einarsson sáu um dinnermúsík á meðan kóteletturnar runnu ljúft niður. Meðal annarra sem fram komu voru Karlakórinn Lóuþrælar, Kirkjukór Hvammstanga, Lillukórinn, atriði úr söngleiknum Súperstar (í flutningi Hrafnhildar Kristínar Jóhannsdóttur, Ingibjargar Jónsdóttur og Daníels Geirs Sigurðsonar), Leikflokkurinn Hvammstanga og Hljómsveit Geirs Karlssonar.
 
Góð stemning var á kótelettukvöldinu og að því er fram kemur á Norðanátt hló salurinn meira og minna allt kvöldið, enda framreiddu veislustjórarnir, Guðni Ágústsson og Magnús Magnússon, brandarana fagmannlega ofan í veislugesti. 

6 myndir:

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...