Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kaupfélag Skagfirðinga flýtir slátrun
Fréttir 1. ágúst 2019

Kaupfélag Skagfirðinga flýtir slátrun

Höfundur: Vilmundur Hansen

KS hefur ákveðið að flýta lambaslátrun um viku til að mæta þörfum markaðarins fyrir lambakjöti. Slátrun hjá KS mun því hefjast 9. ágúst næst komandi og mun nýtt lambakjöt verða komið í verslanir 12. ágúst næst komandi.

Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga, sagði í samtali við Bændablaðsins ekki enn ákveðið hversu mörgum lömbum verður slátrað fyrstu vikuna en að ákveðið hafi verið áður að slátra tíu til tólf þúsund lömbum frá 15. ágúst þar til að hefðbundin sláturvertíð hefst í byrjun september.


„Sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga hefur á undanförnum árum slátrað svo kallaðri forslátrun og byrjað hana um miðjan ágúst. Til þess hefur sú slátrun fyrst og fremst verið fyrir Ameríkumarkað. Í ljósi aðstæðna núna og kalli markaðarins hefur verið ákveðið að flýta slátruninni um viku og fer kjötið að þessu sinni á innanlandsmarkað.“

Ágúst segir að slátrunin sé að sjálfsögðu háð því að bændur séu tilbúnir að koma með fé til slátrunar á þessum tíma. 

 

 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...