Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íssala hafin á ný í Efstadal
Fréttir 2. ágúst 2019

Íssala hafin á ný í Efstadal

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fór í eftirlit í Ferðaþjónustuna í Efstadal 2 í gær til að sannreyna úrbætur sbr. bréf dags 18. júlí sl. og frétt frá 19. júlí sl. Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er úrbótum lokið og er heimilt að hefja starfsemina að nýju sbr. neðangreint. Jafnframt er bent á frétt Sóttvarnalæknis í gær.

Farið var í eftirfarandi úrbætur:

Alþrif og sótthreinsun á veitingasvæði, hurðum, göngum og salerni. Kælar tæmdir og þrifnir.
Mat í opnum umbúðum var fleygt.
Gangar, loft, handrið og wc málað.
Stétt þrifin með 80 °C heitum vatni og Virkioni dreift.

Að auki var búið að loka fyrir alla lausagöngu dýra, líka hundsins. Lausaganga verður ekki leyfð fyrr en handþvottaaðstöðu hefur verið komið upp fyrir gesti og aðskilnaður á milli dýra og veitingasvæða efldur.

Þrátt fyrir að handþvottaaðstöðu hafi verið komið upp við inngang í veitingaaðstöðu verður skv. ákvörðun staðarhaldara ekki um lausagöngu dýra að ræða að svo komnu máli. Ísbúðin hefur jafnframt verið endurnýjuð og er heimilt að opna hana að nýju. Framleiðsla á ís hefur verið heimiluð og var það sannreynt með greiningu sýna að framleiðslan uppfyllir örverufræðilegar kröfur.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...