Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mikill fjöldi ferðamanna við Geysi og Gullfoss kallar á aukna þjónustu sjúkraliðs og öruggt aðgengi sjúkrabíla.
Mikill fjöldi ferðamanna við Geysi og Gullfoss kallar á aukna þjónustu sjúkraliðs og öruggt aðgengi sjúkrabíla.
Fréttir 5. september 2016

Íbúar á Suðurlandi búa við hættuástand

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í síðasta pistli skrifaði ég um áhyggjur mínar af umferðarþunga á hringveginum og þá sérstaklega kaflanum frá Reykjavík að Höfn í Hornafirði. Um síðustu helgi var ég staddur á bílaplaninu við Gullfoss og hitti þar tvo fyrrum sveitunga mína sem eru rútubílstjórar. 
 
Ég spurði þá af hverju væru svona margar rútur á svæðinu og tjáðu þeir mér að í Reykjavíkurhöfn væru tvö skemmtiferðaskip og að það væru 60 rútur að keyra farþega úr skipunum (sé miðað við 50 farþega í hverri rútu er þetta 3.000 manns). 
 
Það voru ekki bara rútur þarna, en ég taldi a.m.k. yfir 10 leigubíla og annað eins af sérútbúnum fjallajeppum og ofan á þetta voru tugir bílaleigubíla og íslenskt fjölskyldufólk. Bæði bílastæðin við Gullfoss á þessum tímapunkti voru fullnýtt og rúmlega það.
 
Hjartaáfall á versta mögulega stað og stund
 
Þegar ég var að búa mig til brottfarar voru skammt frá mér erlendir ferðamenn í átta til níu manna bíl sem lögðu af stað rétt á undan mér. Þegar ég og ferðafélagar mínir vorum rétt komnir af stað ókum við fram á þennan bíl stopp úti í vegkanti og greinilegt að eitthvað mikið var að og virtist sem farþegi í bílnum hefði fengið hjartaáfall. 
 
Rútubílstjóri sem þarna var hringdi eftir sjúkrabíl, en aðra hjálp var ekki hægt að veita að svo komnu máli. Um tuttugu og fimm mínútum seinna stóð ég við Geysi og sá tvo sjúkrabíla og einn lögreglubíl koma með forgangsljósum og sírenuhávaða. Sökum umferðarþunga gekk för þeirra afar hægt (tók óralangan tíma að komast 500 metra kaflann í gegn hjá Geysi) og var mér hugsað til sjúklingsins hvort þessi hjálp væri ekki orðin of sein. 
 
Óásættanlegt ástand við íbúa og ferðamenn vegna margmennis og umferðarþunga
 
 Eftir að hafa orðið vitni af tímanum sem tók sjúkrabíl að koma upp á Gullfoss varð mér hugsað til íbúanna á svæðinu í kringum Gullfoss og Geysi og þá þjónustu sem það má búast við ef alvarlegt slys verður á svæðinu. Í framhaldi af þessu varð mér hugsað til þess að þegar gefin eru leyfi til að halda aksturskeppnir eins og torfæru- og motocrosskeppnir þar sem á milli 20 og 60 keppendur eru að keppa í kappakstri, er mótshöldurum skylt að hafa sjúkrabíl á svæðinu samkvæmt leyfisbréfinu. Er ekki kominn tími á að koma fyrir sjúkrabíl í uppsveitum Árnessýslu á þessum þyngstu álagsdögum eða að ferðaskrifstofurnar sem skipuleggja ferðirnar á þessa vinsælustu ferðamannastaði taki sig saman og kaupi þjónustu frá Rauða krossinum með staðsetningu sjúkrabíls í námunda við Gullfoss og Geysi? Allavega finnst mér það sjálfsagður hlutur og tel að ferðaskrifstofurnar hljóti að ráða við það fjárhagslega þegar akstursíþróttafélögin geta það.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...