Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hugmyndir um búseturúrræði til sveita fyrir eldri borgara ræddar
Mynd / smh
Fréttir 15. febrúar 2018

Hugmyndir um búseturúrræði til sveita fyrir eldri borgara ræddar

Höfundur: smh

Undirbúningsfundur samtaka um ný búsetuúrræði til sveita fyrir eldri borgara verður haldinn næstkomandi þriðjudag á Café Catalina í Hamraborg í Kópavogi og hefst fundurinn klukkan 14.

Á fundinum verða kynntar hugmyndir um stofnun sambýliseininga aldraðra í búsetukjörnum utan þéttbýlis. Bændablaðið fjallaði um þessar hugmyndir í fyrsta tölublaði þessa árs og ræddi við Árna Gunnarsson, fyrrverandi bónda í Skagafirði og núverandi eldri borgara, sem telja má sem upphafsmann þeirra.

Sólheimar fyrirmynd

Árni sagði að  Sólheimar í Grímsnesi væru að vissu leyti fyrirmynd. Ríkið gæti lagt til jarðir í þessi verkefni og það gætu verið eftir atvikum litlar eða stórar jarðir með húsnæði fyrir sjö til tíu einstaklinga. Það sé margt fólk einmana sem gæti vel hugsað sér að búa á stað þar sem hægt væri að hugsa um hesta, hunda, hænsni – og það gæti líka stundað garðyrkju.

Eldra fólk hafi í mörgum tilvikum tengsl út í sveitirnar og hafi áhuga á að endurnýja kynnin við sveitalífið; fólk með ágæta hreyfigetu og kollinn í lagi. 

Sjá umfjöllunina í heild sinni hér:

Sambýli í sveitum

 

Reynsla annarra þjóða

Að sögn Árna verður á fundinum stutt kynning á reynslu annarra þjóða á búsetukjörnum með blönduðum aldurshópum utan þéttbýlis.

Kannaður verður áhugi á ofanrituðum valkostum og málin rædd á breiðum grundvelli.

Þá er gert ráð fyrir að á fundinum verði formlega gengið frá stofnun þessa áhugahóps og kosin stjórn.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f