Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hrútar, kvikmyndir
Hrútar, kvikmyndir
Fréttir 6. júlí 2015

Hrútar tilnefnd LUX Film Prize

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tilkynnt var um 10 evrópskar kvikmyndir sem tilnefndar eru til kvikmyndaverðlauna Evrópusambandsins LUX verðlaunanna árið 2015 á kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Tékklandi fyrir skömmu.

Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd er tilnefnd til verðlaunanna sem hafa verið veitt frá árinu 2007. Þrjár af þessum 10 myndum komast svo áfram í undanúrslit, verða sýndar á Feneyjarhátíðinni, þýddar og textaðar á öll 24 opinber tungumál Evrópusambandsins og sýndar í öllum 28 aðildarríkjunum. Sigurvegari verður svo kunngjörður í lok árs.

Í fréttatilkynningu vegna tilnefningarinnar segir Grímur Jónsson, framleiðandi Hrúta. ”Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki um þessi verðlaun fyrr en ég fékk sendar upplýsingar um að Hrútar væru tilnefndir og ég átta mig betur á því núna hvað er í húfi og hversu merkilegt þetta er. Það eru allir að óska okkur Grími til hamingju hérna úti og manni líður hálfpartinn eins og maður hafi verið að vinna eitthvað bara við það eitt að vera tilnefndur. Það væri magnað að komast áfram í 3 mynda úrslit og það verður ljóst eftir 2 vikur. Sjö, níu, þrettán.”

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...