Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hrossakjötsskandall á Spáni
Fréttir 30. janúar 2020

Hrossakjötsskandall á Spáni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Europol og lögregla á Spáni hafa handtekið 15 manns vegna skjalafölsunar og sölu á hrossakjöti sem er óhæft til neyslu. Málið nær aftur til ársins 2015 og hundruðum hrossa slátrað og sett á markað til manneldis.

Samkvæmt heimildum Global Meat hófst rannsókn málsins í kjölfar þess að spænskur kjöteftirlitsmaður fann sendingu með hrossakjöti sem var óhæft til neyslu. Kjötið sem er til umræðu kom allt af 300 hrossum sem hafði verið slátrað í sama héraði. Við nánari athugun á heilbrigðisvottorðum á yfir tíu þúsund hrossum, sem slátrað hafði verið á sama stað, kom í ljós að 185 vegabréf fyrir hesta voru fölsuð og að yfir eitt hundrað hrossum til viðbótar hafði verið slátrað og sett á markað sem hrossakjöt til manneldis.

Til þessa hafa Europol og spænska lögreglan handtekið 15 manns vegna málsins og tekið fjölda annarra til yfirheyrslu. Málið er sagt svipað hrossakjötssvindli sem kom upp í Evrópu fyrir um sjö árum þar sem hrossakjöt, sem var í sumum tilfellum óhæft til neyslu, var selt á milli landa sem nautakjöt.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f