Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hér að ofan sést borgin Iquique í norðurhluta Chile á strandsléttu meðfram jaðri Atacama-eyðimerkurinnar. Útsýni frá Alto Hospicio-borg. Að neðanverðu gefur á að líta dekkri hlið sömu eyðimerkur.
Hér að ofan sést borgin Iquique í norðurhluta Chile á strandsléttu meðfram jaðri Atacama-eyðimerkurinnar. Útsýni frá Alto Hospicio-borg. Að neðanverðu gefur á að líta dekkri hlið sömu eyðimerkur.
Fréttir 4. apríl 2022

Hraðtískukirkjugarður eyðimerkurinnar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Endursölumarkaður á notuðum fatnaði í bland við framleiðslu hraðtísku hefur aukist gífurlega á síðastliðnum árum og segja spámenn vefsíðunnar thredup.com að markaður endursölu muni tvöfaldast á næstu fimm árum.

Hingað til lands eru í dag um það bil 5000 tonn af notuðum fatnaði flutt inn árlega, en einnig hafa landsmenn verið duglegir við að panta ódýran tískufatnað yfir netið. Þótt margir vilji halda að með slíkum kaupum sé bæði verið að gera náttúrunni og pyngjunni greiða, þá er slíkt ekki alltaf raunin og fleiri mættu vera meðvitaðri um.
Í Atacama-eyðimörk Chile má nú, því miður, sjá hauga fatnaðar sem fluttur hefur verið inn til landsins frá Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum en margir vilja meina að mikil neysluhyggja ríki í þessu ríkasta landi Suður Ameríku. Ástæða innflutningsins er auðvitað sú að áætlað hafði verið að selja fatnaðinn, svokallaðan „second hand“ – eða þegar notaðan – bæði í Chile og í öðrum ríkjum Suður-Ameríku, en eftirspurnin því miður ekki haldist í hendur við innflutninginn.

Telja yfirvöld Chile að árlega endi þúsundir tonna af innfluttum fatnaði á landsvæði eyðimerkurinnar og má nærri geta að hafi skelfilegar afleiðingar fyrir umhverfið og nærsamfélagið í heild.

Koltvísýringseitruð paradís ferðamannsins

Hafnarborgin Iquique er 1.800 km norður frá höfuðborg Chile, við sjóinn á jaðri Atacama eyðimerkurinnar. Þangað eru flutt í kringum 60 þúsund tonn af fatnaði ár hvert, en vel yfir helmingur innflutningsins, tæp 40.000 tonn, endar sem uppfylling landsvæða í nærliggjandi bæjum.

Ein stærsta landfylling veraldar er í hundrað þúsund íbúa nærliggjandi bænum Alto Hospicio, en borgarstjóri hans, Patricio Ferreira, segir að honum reiknist til að einungis séu um 15% seld af innfluttum fatnaði á meðan 85% endar sem ólöglegur úrgangur. Líftími úrgangs á borð við fatnað getur verið allt að 200 ár – auk þess sem við niðurbrot komast óæskileg efni, til dæmis úr gerviefnum á borð við pólýester, í jarðveginn.

Vegna þess hve lítið er um lausnir til að taka á málunum hafa haugar fatnaðar gjarnan verið brenndir, og valdið þá mikilli sótmengun í kjölfarið, samkvæmt yfirmönnum umhverfismála á staðnum, en um ræðir mikið eldhaf á hverju ári. Nokkuð er um að fólk búi í návígi við þennan kirkjugarð hraðtískunnar, og andar þá að sér hættulegum lofttegundum er myndast bæði við brennslu gerviefna auk þess að verða fyrir skaða af völdum elds vegna almennrar reykeitrunar.

Skaði af völdum reyks kemur til með ertingu í öndunarvegi vegna sóts og eitrunar af völdum kolmonoxíð, eða lofttegunda eins og blásýru, og nærri má geta að slíkt er ekki gefandi til lengdar.

Erfitt að finna afdráttarlausa lausn

Af ríkjum Suður-Ameríku flytur Chile inn hvað mest af notuðum fatnaði, en magn hans hefur aukist gríðarlega síðastliðna áratugi vegna þess hve hraðtíska svokölluð hefur náð mikilli fótfestu víðs vegar um heiminn.

Hagsmuna er þó að gæta á báða bóga, bæði fataframleiðenda og svo þeirra er búa við mengun hraðtískukirkjugarðanna. Þess má geta að fatnað má finna í miklum mæli á urðunarstöðum úti um allan heim, en erfitt er að finna afdráttarlausa lausn sem hægt er að laga að aðstæðum beggja hópa.Þeir sem standa að innflutningi þurfa að vera meðvitaðir er kemur að umhverfisáhrifunum – þeir sem flytja inn fötin ættu að gæta þess að velja færri og vandaðri flíkur, og þeir sem selja þau inn í landið sömuleiðis.

Framleiðendur hraðtísku þyrftu svo að hafa hug á því að framleiðslan fari ekki gjörsamlega fram úr eftirspurn eins og hefur því miður afar oft verið raunin. Í Chile voru nú nýverið sett lög sem gera innflytjendur fatnaðar ábyrga fyrir úrgangi af völdum eigin innflutnings, en með þeim er vonast til þess að lát verði á mengun eins og nú á sér stað.

Eins og staðan er núna má þó gera sér í hugarlund að ekki séu nægileg úrræði í boði til þess að hægt sé að hafa yfirsýn yfir mengun úrgangs. Ólöglegur flutningur fatnaðar á leynilega sorphauga eru víðar en mætti ætla og eykst frekar í fatahrúgurnar heldur en hitt – á meðan verið er að leita lausna.

Skylt efni: Notuð föt | Hraðtíska | Chile

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...