Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýju 500 jarðskjálftamælarnir á Hengilssvæðinu eru eins og teppi enda stærsta og þéttasta net mæla sem sett hefur verið upp hér á landi.
Nýju 500 jarðskjálftamælarnir á Hengilssvæðinu eru eins og teppi enda stærsta og þéttasta net mæla sem sett hefur verið upp hér á landi.
Mynd / Orkuveitan
Fréttir 14. júlí 2021

Hengillinn „teppalagður“ með 500 jarðskjálftamælum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Settir hafa verið upp 500 jarð­skjálfta­mælar á Hengils­svæðinu en það er stærsta og þétt­asta net mæla sem sett hefur verið upp hér á landi. Mælarnir bætast við um 35 mæla Orku náttúrunnar, Veðurstofu Íslands og COSEISMIQ verkefnisins sem þegar voru á svæðinu. Til saman­burðar má nefna að 56 mælar fylgj­ast með jarðhræringum á Reykja­nesi, m.a. í tengslum við Geldinga­dalagosið. Til viðbótar við hefðbundna jarðskjálftamæla eru nú ljósleiðarar einnig nýttir til mælinga á jarð­hræringum í Henglinum. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Uppsetning mælanna er hluti af DEEPEN verkefninu sem ætlað er að rannsaka rætur jarðhitakerfa og safna þekkingu sem nýta má þegar farið verður að bora dýpri holur við nýtingu jarðhita. Með djúpborun má komast hjá því að bora margar grynnri holur á stærra svæði. Verkefnið er styrkt af alþjóðlega sjóðnum Geothermica, í gegnum Rannís, en sjóðurinn er samstarfsverkefni nokkurra Evrópulanda, auk Bandaríkjanna, sem veitir reglulega styrki til jarðhitarannsókna á borð við DEEPEN.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...