Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hafliði fór á kostum í keppninni, náði 39. sæti og stóð sig feiknavel. Dómarinn fylgist grannt með honum.
Hafliði fór á kostum í keppninni, náði 39. sæti og stóð sig feiknavel. Dómarinn fylgist grannt með honum.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 1. mars 2017

Heiða Guðný og Hafliði stóðu sig frábærlega

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir frá Ljótarstöðum í Skaftártungu og Hafliði Sævarsson frá Fossárdal í Berufirði eru nýkomin heim eftir sex vikur á Nýja-Sjálandi þar sem þau tóku m.a. þátt í heimsmeistarakeppninni í rúningi. 
 
Bæði stóðu þau sig frábærlega. Hafliði hafnaði í 39. sæti af 56 keppendum og Heiða Guðný, sem var eina konan í keppninni, lenti í 55. sæti.
 
Heiða Guðný og Hafliði voru ánægð þegar þau komu heim til Íslands eftir að hafa verið á Nýja-Sjálandi í sex vikur. Eftir heimsmeistarakeppnina taka nú við hefðbundin bústörf á jörðum þeirra. Mynd / MHH
 
Öttu kappi við mjög reynda rúningsmenn
 
Þau voru að keppa við mjög reynda og snögga rúningsmenn.Hver keppandi rúði 15 kindur og var það síðan hlutverk dómaranna að fara yfir verkið og gefa einkunn. 
 
Rúningur á Nýja-Sjálandi er gerólíkur því sem þekkist á Íslandi og því þurftu Heiða og Hafliði að læra allt aðra tækni en þau eru vön. Þau fóru því á námskeið hjá heimamönnum áður en keppnin sjálf hófst. 
 
Reynslunni ríkari
 
Bæði segjast þau reynslunni ríkari eftir keppnina, aðstæðurnar á Nýja-Sjálandi hafi verið frábærar og þau hafi fengið góðar móttökur hjá mótshöldurum og heimamönnum.  
 
Heiða Guðný var eina konan í ár sem tók þátt í heimsmeistarakeppninni í rúningi. Hún sýndi snilldartakta og stóð sig vel.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...