Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Hagsjá Landsbankans : Mjólkurframleiðsla á tímamótum
Fréttir 1. október 2014

Hagsjá Landsbankans : Mjólkurframleiðsla á tímamótum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar birtust reglulega fréttir í fjölmiðlum um mikla birgðastöðu landbúnaðarafurða, þar með talið smjör-fjallið svokallaða. Þetta helgaðist af því að framleiðsla vissra landbúnaðarafurða var langt umfram innlenda eftirspurn. Bændur höfðu hag af því að framleiða sem mest þrátt fyrir að neytendur tækju ekki við. Innlend eftirspurn eftir mjólkurafurðum hefur hins vegar vaxið talsvert undanfarinn áratug á sama tíma og styrkjakerfi hins opinbera hefur miðað að því að koma jafnvægi á framleiðsluna. Innlend sala mjólkurafurða árið 2013 var rétt um 120 milljón lítra en innlend framleiðsla um 123 milljón lítra.

Í kjölfar þessarar aukningar hafa afurðastöðvar samið um að kaupa alla mjólk fram til ársloka 2016, einnig þá sem er umfram framleiðsluheimild, til að koma til móts við aukna sölu. Þeir samningar marka ákveðin tímamót í mjólkurframleiðslu Íslendinga, þar einna helst íslenska kvótakerfisins. Fyrstu 8 mánuði þessa árs hefur framleiðsla bænda á mjólk aukist um 7% sem er met aukning á svo skömmum tíma. Við reiknum hins vegar með því að það muni hægja á vexti eftirspurnar hér innanlands á komandi árum og árlegur vöxtur verði að jafnaði um 1,5% fram til ársins 2022. Því til viðbótar kunna að vera áframhaldandi möguleikar í útflutningi mjólkurafurða.

Lesa má Greiningu Landsbankans á mjólkurframleiðslunni í heild hér.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...