Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Samkvæmt rannsóknum Orkustofnunar Michigan-háskóla ná bílarafhlöður bestu afköstum við kjörhitastig í 15,56 °C til 26,67 °C. Akstursdrægni rafbíla fer ört fallandi þegar hitinn fer undir 15 gráður.
Samkvæmt rannsóknum Orkustofnunar Michigan-háskóla ná bílarafhlöður bestu afköstum við kjörhitastig í 15,56 °C til 26,67 °C. Akstursdrægni rafbíla fer ört fallandi þegar hitinn fer undir 15 gráður.
Fréttaskýring 8. október 2021

Meðalhiti á Íslandi nær nánast aldrei upp í lægri mörk kjörhitastigs rafbíla

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Eftir frekar hlýtt sumar á Íslandi er veturinn farinn að minna á sig með tilheyrandi kulda og snjó. Fyrir flesta bíleigendur er það færðin á vegum sem þá skiptir mestu máli. Með vaxandi vinsældum rafmagnsbíla er það hins vegar kuldinn sem rafbílaeigendur þurfa jafnvel frekar að hafa áhyggjur af.

Í aðdraganda nýliðinna alþingis­kosninga kepptust frambjóðendur um að hvetja til orkuskipta og margir þeirra hvöttu einnig til hraðari innleiðingar á rafbílum. Jafnvel þannig að enn hærri refsiskattar en þegar eru yrðu lagðir á þá sem ekki skipta strax yfir í rafbíla.

Mikil þróun er að eiga sér stað í hönnun rafgeyma og bættri tækni. Nýjar tegundir rafgeyma með meiri orkugetu kunna því að vera rétt handan við hornið. Það hlýtur að vekja spurningar um hvort ekki sé  skynsamlegra fyrir Íslendinga að fara ekki of geyst í rafbílavæðingunni. Þar er líka stór spurning hvaða áhrif veðurfar og þá sérstaklega hitastig hefur á akstursgetu rafbílanna. 

Í greiningu bílatryggingafyrirtækisins AE (carinsurance.ae ) á drægi rafbíla í 74 borgum og bæjum í heiminum kemur Ísland verst út.
Ástæðan er lágt meðalhitastig, eða 4,3 °C.

Kjörhiti rafmagnsbíla er í kringum 15 til 30 gráður á Celsíus

Rafhlöðurnar í rafmagnsbílum eru nær allar liþíumjónarafhlöður (Lithium Ion). Kjörhiti slíkra rafgeyma í notkun er oftast talinn vera 15-35 gráður á Celsíus. Ef hitastigið er lægra en 15 °C minnkar orkugeta geymisins hratt við hverja gráðu sem hitinn lækkar og þar með drægni ökutækisins að sama skapi. Sama gerist þegar hitinn fer yfir 35°C.

Þessar tölur eru nokkuð í samræmi við útreikninga Orkustofnunar Michigan háskóla (University of Michigan’s Energy Institute). Þar segir að bestu afköstum nái slíkar rafhlöður við kjörhitastig í 15,56 °C til 26,67 °C.

Til samanburðar er meðal árshiti á Íslandi í kringum 4 °C, eða langt undir kjörhitastigi rafhlaðanna í rafmagnsbílunum. Þetta ættu sölufyrirtæki rafmagnsbíla á Íslandi auðvitað að upplýsa fólk um í stað þess að hampa sífellt uppgefinni akstursdrægni sem gefin er upp af framleiðendum og miðast við kjörhitastig.

Meðalhiti á Íslandi nær nánast aldrei upp í lægri mörk kjörhitastigs

Það þykir t.d. mjög gott ef meðalhitinn í Reykjavík fer yfir 12 gráður í júlímánuði. Hann var t.d. ekki nema 10,6 °C  í júlí 2018 og 11,7 °C í júlí 2021 samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands. Meðalhitinn í júlí í sumar var meira að segja hærri í Bolungarvík, eða 11,8 °C og hæstur var hann á Akureyri, eða 14,3 °C. Það er því ljóst að meðalhitinn á Íslandi nær nánast aldrei upp í kjörhitastig bílarafhlaða þó hitastigið geti einstöku daga farið yfir 20 °C yfir hásumarið. 

Hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi var árið 1939 þegar 30,5 gráður mældust á Teigarhorni í Berufirði. Það er því augljóst að rafhlöðurnar í rafbílunum geta ekki skilað hámarksafköstum á Íslandi nema hugsanlega á heitustu sumardögum og munar þar oft miklu.

Akstursdrægni rafbíla getur hæglega minnkað um helming í kulda. Samkvæmt prófunum American Automobile Association sem birtar eru á vefsíðu Renault Group, kemur fram að meðaldrægni fimm ólíkra bílgerða minnkaði um 41% við -6 °C.

Ísland kemur verst út vegna lágs meðalhita 

Í greiningu bílatryggingafyrirtækisins AE (carinsurance.ae ) á drægi rafbíla í 74 borgum og bæjum í heiminum kemur Ísland verst út. Ástæðan er lágt meðalhitastig, eða 4,3 °C. Hann er t.d. talsvert lægri en í viðmiðunarborgunum Noregi.

Meðaldrægi Tesla Model 3 er 296 kílómetrar í Reykjavík og Kópavogi, sem eru þeir staðir sem skoðaðir voru. Það þýðir að orkunýtnin á heildarorkugetu rafhlöðunnar er ekki nema 52%, eða 48% minni en uppgefið er. Besta drægnin á Íslandi var 374 kílómetrar sem er 81 km styttri vegalengd en í Tel Aviv. Þetta er samt ekki nema 65% nýting á heildarorkugetu rafhlöðu bílsins. Uppgefin drægni Teslu Model 3 er 568 km samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Tesla. Voru íslensku staðirnir þeir einu í úttektinni sem voru með drægni undir 300 kílómetrum.

Næstverstu staðirnir eru Tartu í Eistlandi, Helsinki og Espoo í Finnlandi og Osló í Noregi með 307 kílómetra meðaldrægi. Þar er meðalhitinn 6-6,5 °C.

Besti árangurinn skilaði 79% af uppgefinni ökudrægni framleiðanda

Besta drægnin fæst í Sydney, Los Angeles og Aþenu, 351 kílómetra meðaldrægi og allt að 450 kílómetra. Orkunýtnin var þó ekki nema 79% af heildargetu rafhlöðunnar við bestu uppgefnar aðstæður. Þessi árangur skilar líka118 km minni drægni en uppgefin hámarksdrægni er á Tesla Model 3. Vert er að geta þess að í þessum borgum er meðalhitinn frá 17,6 °C til 18 °C.

Framleiðendur rafmagnsbíla hafa sumir tekið akstur í kulda með í reikninginn með því að hita rafhlöðurnar, en til þess þarf orku og þá minnkar akstursdrægnin enn frekar. Samkvæmt úttekt AE er því alveg ljóst að lágt hitastig kallar á mun meiri orkunotkun í rafmagnsbílum á hvern ekinn kílómetra en uppgefnar tölur framleiðenda gefa til kynna. Léleg nýting leiðir svo til sóunar á raforku.

Skylt efni: rafbílar | rafhlöður

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða
Fréttaskýring 13. janúar 2024

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir að ...

Ræktunarland verður kortlagt
Fréttaskýring 8. desember 2023

Ræktunarland verður kortlagt

Gert er ráð fyrir að þingsályktunartillaga um nýja landsskipulagsstefnu til 15 á...

Mikilvægi sjálfsaflahlutfalls
Fréttaskýring 17. nóvember 2023

Mikilvægi sjálfsaflahlutfalls

Hugtakið „fæðuöryggi“ hefur verið mikið til umræðu undanfarin misseri. Ef litið ...