Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Honda HR-V 2016 - nýtt sportlegt og vel heppnað útlit
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 23. maí 2016

Honda HR-V 2016 - nýtt sportlegt og vel heppnað útlit

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í síðasta mánuði frumsýndi Bernhard Vatnagörðum nýjan og mikið breyttan Honda HR-V. Ég fékk bílinn til prufuaksturs fyrir nokkru sem ætlaði rétt að keyra stuttan hring. Það var svo gaman að keyra bílinn að stutti hringurinn endaði í tæpum 200 km.
 
Honda HR-V kemur í nokkrum útgáfum, en bíllinn sem ég prófaði var með bensínvél, sjálfskiptur og á að skila 130 hestöflum.
 
Gott öryggiskerfi
 
Mikið er lagt upp úr öryggisbúnaði í HR-V og sem dæmi er bíllinn með akreinalesara (þegar ekið er yfir merkta línu á vegi lætur bíllinn vita), árekstursvarinn er tengdur í myndavél framan á baksýnisspeglinum sem lætur mælaborðið líka vita ef ekið er of nálægt bíl sem er á undan og gerir ökumanni viðvart.
 
Umferðarmerkjagreining tengist sömu myndavél og les umferðarmerki í allt að 100 metra fjarlægð og ef ekið er með hraðastillinn á hægir bíllinn sjálfkrafa niður í löglegan hraða lækki hámarkshraði tímabundið (sem dæmi: Á Kjalarnesi er að öllu jöfnu 90 km hámarkshraði, en á stuttum kafla lækkar hámarkshraðinn niður í 70, þá lækkar bíllinn sjálfkrafa hraðann niður í löglegan hraða og hækkar síðan aftur í 90 þegar kaflinn er búinn). Þessi búnaður hefur fengið íslenskt nafn sem kallast snjallhraðastilling.  
 
Ljúfur og nánast hljóðlaus á malarvegi
 
Af þeim bílum sem ég hef prófað með bensínvél eða dísilvél þá er þessi bíll sá hljóðlátasti inni í farþegarýminu. Það heyrist nánast ekkert í vélinni, svo vel er farþegarýmið einangrað (aðeins rafmagnsbílar sem ég hef prófað eru hljóðlátari). Samt heyrði ég aðeins veghljóð á steinsteypta kaflanum í Kollafirði, en þegar ég prófaði bílinn á malarvegi fannst mér fjöðrunin mjúk sem tók holurnar á holóttum malarveginum sem ég ók vel. Mjúkir sumarhjólbarðarnir voru svo mjúkir að þeir gripu smásteina og hentu upp undir bílinn, en þrátt fyrir það heyrðist sáralítið steinahljóð inn í bílinn, svo vel er hann hljóðeinangraður. Í borgarakstri er ég vanur að prófa bíla á öllum þeim fjölmörgu gerðum af hraðahindrunum og hvergi var Honda HR-V að höggva neins staðar, fór tiltölulega mjúkt yfir hraðahindranirnar.
 
Uppgefin eyðsla töluvert minni en mín eyðsla
 
Ég er ekki vanur að lasta mikið í mínum bílapistlum, en vegakerfi Íslands er ekki boðlegt varadekkslausum bílum þar sem holur og hvassar brúnir höggva dekk daglega. Ég var ekkert hrifinn þegar ég sá að bíllinn var varadekkslaus og bauð bara upp á rafmagnspumpu og „lekastoppvökva“ í skottinu.
Einnig er ég ekki hrifinn af því að þurfa að kveikja ljós fyrir hábjartan daginn til að vera löglegur í umferð samkvæmt íslenskum lögum þar sem engin eru afturljósin á daginn nema öll ljós séu kveikt, en sjálfvirki ljósabúnaðurinn í HR-V virkar fínt þegar komið er inn í bílastæðahús eða þegar rökkvar á kvöldin.
Uppgefin eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri er á bilinu 4,0 til 5,2 lítrar á hundraðið á þeim 7 útgáfum af Honda HR-V sem í boði eru, en ég margsinnis núllaði aksturstölvuna og tókst aldrei að komast neðar en 6,2 lítra eyðslu á hundraðið (var í innanbæjarakstrinum fyrstu 30 km með rúmlega 9 lítra eyðslu á hundraðið).
 
Þægilegur ferðabíll með gott rými fyrir farþega
 
Að ferðast á HR-V er gott, sæti þægileg, fótarými gott bæði í framsætum og aftursætum. Farangursrými er gott, stórt og aðgengilegt. Verðið á bílnum kom mér á óvart, en ódýrasti HR-V kostar ekki nema 4.190.000 og sá dýrasti 5.290.000. Það sem ég var hrifnastur við bílinn var hversu vel hann er hljóðeinangraður og einnig sjálfskiptingin sem maður fann 7 þrepa skiptinguna aldrei skipta sér. Stærsti ókosturinn er varadekksleysið (hlýtur að vera hægt að fá varadekk sé þess óskað). Leyfileg dráttargeta er ekki mikil, eða frá 1000 kg upp í 1400 kg með bremsubúnað á aftanívagni. Mikið er ósagt (aðallega um tækni, öryggi og gæði) um þennan bíl, en í stuttum pistli kemst ekki meira fyrir og því vil ég benda áhugasömum á vefsíðuna www.honda.is ef einhver vill fræðast meira um bílinn.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 1.312 kg
Hæð 1.605 mm
Breidd 2.019 mm
Lengd 4.294 mm
 

 

7 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...