Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fóðurblandan og Bústólpi gera athugasemdir við samantekt um þróun kjarnfóðurverðs
Mynd / Jón Eiríksson.
Fréttir 25. maí 2018

Fóðurblandan og Bústólpi gera athugasemdir við samantekt um þróun kjarnfóðurverðs

Höfundur: TB

Fyrirtækin Bústólpi og Fóðurblandan hafa bæði sent frá sér stuttar fréttatilkynningar í kjölfar fréttar um verðhækkanir á kjarnfóðri sem birtist á bbl.is 23. maí síðastliðinn og byggð var á samantekt Landssambands kúabænda um verðþróun á kjarnfóðri. 

Í tilkynningu Bústólpa kemur fram að fyrirtækið hafi lækkað verð á kjarnfóðri í desember 2016. „Að auki lækkaði Bústólpi verðskrá sína á ný í janúar og aftur í júní 2017, sem ákveðnir innflutningsaðilar á kjarnfóðri fylgdu ekki eftir,“ segir í tilkynningu Bústólpa. 

Í fréttatilkynningu Fóðurblöndunnar kemur fram að í desember árið 2016 hafi fyrirtækið lækkað verð á kjarnfóðri um 4% í tveimur skrefum. „Auk þess lækkaði verðskráin um 1,5% í júní 2017. Þrátt fyrir hækkanir Fóðurblöndunnar í febrúar og maí 2018 er raunlækkun á verðskrá fóðurblöndunnar um 1,5% síðan 1. desember 2016.“

Á naut.is er farið yfir þróun verðbreytinga kjarnfóðurs frá 1. desember 2016 og þar er jafnframt tengill á verðskrár allra fóðursala. Landssamband kúabænda hefur um árabil birt upplýsingar um verðþróun á kjarnfóðri á vefnum sínum.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f