Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Flytur inn fræ af iðnaðarhampi
Fréttir 8. maí 2020

Flytur inn fræ af iðnaðarhampi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landstólpi ætlar að flytja inn 300 til 500 kíló af iðnaðarhampsfræi fyrir sumarið en rúmlega 30 aðilar hafa sýnt áhuga á að rækta plöntuna í sumar. Mast og Lyfjaeftirlitið hafa gefið vilyrði um að flýta afgreiðslu leyfa fyrir innflutningunum.

Með reglugerðarbreytingu heilbrigðisráðherra er leyfilegt að rækta iðnaðarhamp hér á landi líkt og í löndunum í kringum okkur. Ræktun hampsins er háð ýmsum takmörkunum og óvíst að margir geti nýtt sér leyfið þar sem langt er liðið á vorið.

Rúnar Skarphéðinsson, sölustjóri búrekstrardeildar Landstólpa, sem meðal annars flytur inn sáðvöru, segir að stutt sé síðan reglugerðinni var breytt og málin hafa gengið hratt fyrir sig síðan þá. „Ég fékk fljótlega fyrirspurnir frá áhugasömum ræktendum um hvort Landstólpi ætlaði að flytja inn fræ fyrir sumarið en eftir að hafa haft samband við nokkra birgja taldi ég litlar líkur á að svo yrði.“

Rúnar Skarphéðinsson, sölustjóri búrekstrardeildar Landstólpa.

Flutt inn frá Finnland

„Ég hélt samt áfram að reyna að vinda ofan af málinu og niðurstaðan var sú að ég komst í samband við tékkneskt fyrirtæki sem er með nokkur yrki af iðnaðarhampi í boði og það kom mér í samband við finnskt fyrirtæki sem heitir Fonola sem getur selt okkur fræ. Fræin eru af yrkinu 'Finola' sem hefur reynst ágætlega hjá bændunum í Gautavík í Berufirði.

Mast og Lyfjaeftirlitið hafa gefið okkur vilyrði um að flýta afgreiðslu leyfa fyrir innflutningunum.“
Rúnar segir að um 30 pantanir hafi borist og að þær sái á bilinu eitt til til tíu kíló og svo aðrir sem ætla að sá í hálfan eða einn hektara.

300 til 500 kíló

„Mér sýnist magnið sem við komum til með að flytja inn að þessu sinni vera á bilinu 300 til 500 kíló. Ég vonast til að sendingin berist til landsins 18. til 20. maí enda má það ekki vera mikið seinna svo að plantan nái að þroskast hér á landi.“

Verð á kílói er 2.537 krónur og er það jafnframt minnsta pöntun.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f