Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Eirný Sigurðardóttir eigandi Búrsins, Arnheiður Hjörleifsdóttir bóndi á Bjarteyjarsandi, Sif Matthíasdóttir og Jörundur Svavarsson frá Hrísakoti.
Eirný Sigurðardóttir eigandi Búrsins, Arnheiður Hjörleifsdóttir bóndi á Bjarteyjarsandi, Sif Matthíasdóttir og Jörundur Svavarsson frá Hrísakoti.
Mynd / smh
Fréttir 30. október 2014

Fjölskyldubúskapur í brennidepli á Slow Food-hátíðinni í Tórínó

Höfundur: smh

Hinni miklu matarhátíð Slow Food-hreyfingarinnar, sem haldin var í Tórínó á Ítalíu, lauk síðastliðinn mánudag og hafði þá staðið yfir frá fimmtudeginum 23. október. Íslendingar voru þátttakendur nú eins og á undanförnum hátíðum og kynntu sérstöðu íslenskrar matarmenningar á nokkrum viðburðum inni á hátíðinni.

Má þar meðal annars nefna málstofu þar sem snérist eingöngu um íslenskar afurðir. Málstofan var vel sótt, en þar fór fram kynning á nokkrum þeirra afurða sem hafa komist inn í svokallaða Bragðörk [Ark of Taste]. Bragðörkin er staðsett á þeirri verkefnahillu samtakanna sem fjallar um líffræðilega fjölbreytni og þar er safnað saman afurðum víðsvegar úr heiminum sem þykja menningarlega verðmætar.

Dominique er hér hjá íslenska saltinu á svæði sem var helgað nýjum afurðum í Bragðörkinni. Dominique er hér hjá íslenska saltinu á svæði sem var helgað nýjum afurðum í Bragðörkinni. 

Flutt voru stutt erindi og svo var gestum boðið að smakka hangikjöt, salt, harðfisk og skyr. Eirný Sigurðardóttir eigandi Búrsins sagði frá skyrinu, Sif Matthíasdóttir formaður Geitfjárræktarfélags Íslands talaði um íslenska geitastofninn, Gunnþórunn Einarsdóttir frá Matís útskýrði vinnsluna á saltinu (en því var einmitt nýverið bætt í Bragðörkina) og Dominique Plédel Jónsson greindi frá harðfisknum.

Ein stærsta hátíð sinnar tegundar

Hátíðin er ein hin stærsta sinnar tegundar í heiminum og er hún haldin annað hvert ár. Tvær megin áherslur voru á hátíðinni að þessu sinni; fjölskyldubúskapur og Bragðörkin.

Slow Food hreyfingin á uppruna að rekja til manns að nafni Carlo Petrini og telst vera stofnuð árið 1989 í bænum Bra, skammt suðaustan við Tórínó.  Slow Food er alþjóðleg grasrótarhreyfing sem stefnt er gegn skyndibitavæðingunni síðustu áratuga og hefur það að markmiði að vernda heiður smáframleiðslu matvæla; með gæði, hreinleika og sanngirni að leiðarljósi.  Eitt af leiðarstefjum Slow Food að því marki er að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...