Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bændafundur Bændasamtaka Íslands á Selfossi.
Bændafundur Bændasamtaka Íslands á Selfossi.
Mynd / BÍ
Fréttir 28. október 2021

Fjarfundur Bændasamtaka Íslands með bændum

Höfundur: Ritstjórn

Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa á undanförnum dögum fundað með bændum vítt og breitt um landið. Fjarfundur verður haldinn á morgun föstudag klukkan 11:30.

Fresta þurfti fundi á Patreksfirði vegna veðurs og er gert ráð fyrir að stjórn og starfmenn BÍ fari þangað til fundar við bændur síðar, auk þess sem gert er ráð fyrir fundum á Ísafirði og á Kirkjubæjarklaustri.

Á fjarfundinum fer fram almenn kynning á BÍ, farið verður yfir breytingarferli samtakanna ásamt starfsskilyrðum landbúnaðarins og hver stóru verkefnin eru framundan. Hvetja BÍ bændur til að skrá sig á fundinn, en fundargestum gefst kostur á að koma með spurningar til framsögumanna í gegnum spjallið í Teams eða með því að biðja um orðið í handaruppréttingu að lokinni kynningu.

Einungis verða leyfðar stuttar spurningar og athugasemdir (1-2 mínútur).

 

Skráning á fundinn.

Skylt efni: bændafundir

Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...