Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjárfestingastuðningur í nautgriparækt vegna framkvæmda 2018
Fréttir 1. júní 2018

Fjárfestingastuðningur í nautgriparækt vegna framkvæmda 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen / Mast

Matvælastofnun hefur lokið yfirferð umsókna um fjárfestingastuðning í nautgriparækt vegna framkvæmda á árinu 2018. Alls bárust 190 umsóknir, en sótt var um rafrænt á Bændatorginu. Af þeim voru 181 umsóknir samþykktar, þar af 77 framhaldsumsóknir, en 9 umsóknum var hafnað.

Heildarkostnaður við fjárfestingar nautgripabænda vegna framkvæmda á árinu 2018 er samkvæmt samþykktum umsóknum um 6,6 milljarðar króna. Matvælastofnun hefur til úthlutunar samkvæmt fjárlögum ársins 198.276.923 kr. Styrkhlutfall reiknast um 3% af heildarfjárfestingakostnaði, en skerða þurfti framlög hlutfallslega á allar samþykktar umsóknir í samræmi við 25. gr. reglugerðarinnar þar sem fjármunir hrökkva ekki til að greiða hámarksstyrkhlutfall sem er 40%. Í ár reiknast hæsti styrkur 7.247.839 kr. og lægsti styrkur 39.936 kr.


Um fjárfestingastuðning í nautgriparækt er fjallað í VII. kafla reglugerðar um stuðning í nautgriparækt nr. 1181/2017. Fjárfestingastuðningur er veittur vegna framkvæmda sem stuðla að hagkvæmari búskaparháttum, bættum aðbúnaði nautgripa og aukinni umhverfisvernd. Markmið stuðningsins er að hraða því að framleiðendur standist kröfur skv. reglugerð um velferð nautgripa nr. 1065/2014.

Stuðningurinn er veittur vegna nýframkvæmda og/eða endurbóta á eldri byggingum og kom fyrst til úthlutunar á árinu 2017 eftir innleiðingu nýrra búvörusamninga.

Skylt efni: Mast | nautgriparækt

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...