Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sams konar hús og fyrirhugað er að reisa við Grindavík.
Sams konar hús og fyrirhugað er að reisa við Grindavík.
Fréttir 8. október 2014

Fjárfestingamál risagróðurhússins við Grindavík eru ófrágengin

Höfundur: smh

Í byrjun júlímánaðar síðastliðnum greindum við frá því hér í blaðinu að fyrirhuguðum framkvæmdum við risagróðurhús. Ætlunin var að reisa það í níu kílómetra fjarlægð frá Grindavík, en framkvæmdum hafði seinkað um sex mánuði frá upphaflegri áætlun. Enn liggja fjárfestingasamningar ekki fyrir, þótt stefnt hefði verið að ljúka þeim málum í júlí.

Kristján Eysteinsson, talsmaður fyrirtækisins EsBro á Íslandi, sem hyggur á þessa framkvæmd, sagði í viðtali við blaðið í sumar að fjárfestingasamningar myndu liggja fyrir í lok júlímánaðar – en þeir eru meðal annars forsenda þess að ríkið taki formlega afstöðu til umsóknar um mögulegar ívilnanir til handa fyrirtækinu.

Tíu þúsund tonn af vistvænum tómötum

Í viðtalinu í sumar kom fram að gert væri ráð fyrir um tíu þúsund tonna vistvænni tómataframleiðslu á ári. Ákveðnir skilmálar yrðu gerðir um að framleiðslan yrði ekki, undir nokkrum kringumstæðum, sett á innanlandsmarkað.

Kristján segir nú að fjárfestingamálin séu ófrágengin. Hann segist vænta þess að fá upplýsingar um framtíð verkefnisins á allra næstu dögum.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...