Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá undirskrift fjármögnunarsamnings.  Sitjandi f.v.: Finnbogi Magnússon og Sigurður K. Egilsson. Standandi f.v.: Bessi Freyr Vésteinsson, Guðmundur Þ. Guðjónsson, Lárus Sigurðsson, Ragnar Birgisson og Þórir L. Þórarinsson.
Frá undirskrift fjármögnunarsamnings. Sitjandi f.v.: Finnbogi Magnússon og Sigurður K. Egilsson. Standandi f.v.: Bessi Freyr Vésteinsson, Guðmundur Þ. Guðjónsson, Lárus Sigurðsson, Ragnar Birgisson og Þórir L. Þórarinsson.
Fréttir 3. júní 2016

Fjárfestingafélag atvinnulífsins endurfjármagnar Jötunn vélar

Jötunn vélar hf. hafa samið við Fjárfestingafélag atvinnulífsins um 330 milljóna króna endurfjármögnun langtímaskulda félagsins. 
 
Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu  segir að með samkomulaginu sé fjármögnun Jötuns véla tryggð næsta áratuginn. 
 
Fjárfestingafélag atvinnulífsins er fjármagnað af lífeyrissjóðum, í rekstrarumsjón ALM verðbréfa.
„Fjármögnunarsamningurinn jafngildir traustsyfirlýsingu við fyrirtækið og starfsemi þess sem við erum að sjálfsögðu afar ánægð með. Við höldum ótrauð áfram við að byggja upp og efla fyrirtækið,“ segir Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötuns véla.
 
Jötunn vélar sérhæfa sig í að selja vélar og búnað tengdan landbúnaði og verktökum. Fyrirtækið var stofnað árið 2004, með höfuðstöðvar á Selfossi auk verslana á Akureyri og Egilsstöðum. Stærstu eigendur Jötuns véla eru Finnbogi Magnússon, Vélaverkstæði Þóris ehf. og Sel ehf., Hofstaðaseli. Áætluð velta félagsins í ár er um 3 milljarðar króna, starfsmenn eru um 40. Fjárfestingafélag atvinnulífsins var stofnað 2015 af ALM Verðbréfum í samstarfi við lífeyrissjóði. Félagið fjárfestir í fyrirtækjaskuldabréfum, sem uppfylla kröfur um lágmarks lánshæfiseinkunn skv. lánshæfismati ALM.  Fyrirtækjaráðgjöf ALM Verðbréfa var umsjónaraðili fjármögnunar.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...