Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn áburð til bænda á síðasta ári voru fimm áburðartegundir með efnainnihald undir leyfðum vikmörkum og hafa því verið teknar af skrá.

Umræddar tegundir eru áburðurinn Völlur 22-6-4 frá Búvís, þar sem köfnunarefni reyndist undir leyfilegum mörkum og Græðir 9 frá Fóðurblöndunni, þar sem áburðartegundin reyndist vera misjöfn að gerð.

Einnig tegundirnar LÍF-27-6-6 og LÍF-16-15-12 frá Líflandi, sem reyndust vera með köfnunarefni undir leyfðum vikmörkum í fyrri tegundinni og í seinni tegundinni var fosfór og bór undir leyfðum vikmörkum, og loks tegundin OEN 20-18-15 frá Skeljungi, þar sem gildi fyrir brennistein var undir leyfðum mörkum.

Ekki er heimilt að dreifa áburðartegundunum aftur til notenda fyrr en að lokinni endurskráningu, sýnatöku og að niðurstöður eftirlits sýni að áburðurinn standist kröfur.

Innflutningur á 305 tegundum

Í skýrslu Matvælastofnunar um niðurstöður eftirlitsins kemur fram að á síðasta ári hafi 22 fyrirtæki flutt inn áburð og jarðvegsbætandi efni, alls 305 tegundir og 77.892 tonn. Innlendir áburðarframleiðendur séu 18 á skrá.

Sýnataka og vöruskoðun var gerð hjá fimm fyrirtækjum sem flytja inn tilbúinn áburð fyrir bændur. Alls voru 24 áburðarsýni tekin af 24 áburðartegundum á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.

Kadmíum alltaf undir leyfilegu hámarki

Kadmíum var mælt í öllum áburðartegundum sem innihalda fosfór. Í niðurstöðunum kemur fram að efnið var oftast undir mælanlegum mörkum og alltaf undir leyfilegu hámarki sem nú er 150 mg á hvert kg fosfórs.

Fyrr á þessu ári breytti matvælaráðherra leyfilegum hámarksgildum fyrir kadmíum í áburði, úr 50 mg á hvert kg fosfórs, til að tryggja nægjanlegt magn fosfóráburðar á þessu ári. Útlit var fyrir að ekki tækist að útvega fosfór sem stæðist fyrri skilyrði, vegna stríðsátaka í Úkraínu og viðskiptaþvingana á Rússland, en sá fosfór kemur aðallega frá Kólaskaga.

Einnig voru gerðar mælingar á fleiri óæskilegum efnum og voru þau í öllum tilfellum undir þeim mörkum sem gefin eru upp í nýrri reglugerð um áburðarvörur.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...