Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nymphaea thermarum
Nymphaea thermarum
Fréttir 29. október 2014

Fágætri vatnalilju stolið frá Kew

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrr á árinu var fágætri vatnalilju stolið úr einu af gróðurhúsum Kew grasagarðsins í London.

Plantan sem á latínu kallast Nymphaea thermarum er minnsta þekkta vatnalilja í heimi, blómið er tæpur sentímetri í þvermál, og jafnframt sú sjaldgæfasta.

Plantan sem upphaflega óx í heitum lindum í Rúanda er ekki lengur þekkt í náttúrunni og plönturnar 24 sem Kew varðveitti þær fáu sem vitað er um. Einni af þessum plöntum var stolið í janúar síðast liðunum.

Markaðurinn fyrir sjaldgæfar plöntur í heiminum er stór og safnarar til í að borga hátt verð fyrir þær líkt og listaverka- eða fornmunasafnarar fyrir fágæta listmuni og forngripi.

Vatnaliljur eins og þessa þurfa sérstök skilyrði til að vaxa og því vandaverk að halda þeim lifandi þar til réttur kaupandi fæst.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...