Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Erfðabreyttur askur gæti komið til bjargar
Fréttir 10. nóvember 2015

Erfðabreyttur askur gæti komið til bjargar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að sýking af völdum sveppategundar sem leggst á asktré muni drepa um 90% af öllum aski á Bretlandseyjum á næstu tveimur áratugum. Andstæðingar erfðatækni segja hugmyndina vera leik að eldi.
Sveppurinn sem á latínu kallast Hymenoscyphus fraxineus, áður Chalara fraxinea, hefur þegar valdið gríðarlegum skaða í Danmörku og víðar í Evrópu.

Rannsóknarteymi í London og Oxford í samvinnu við umhverfisráðuneyti Bretlandseyja hefur lagt til að beitt verði erfðatækni til að rækta fram kvæmi af asktrjám sem eru ónæm fyrir sýkingunni, 80 milljón slíkum verði plantað í stað sýktra trjáa á næstu tuttugu árum. Andstæðingar erfðatækni segja á móti að með því að planta erfðabreyttum trjám í náttúrulega skóga séu menn að leika sér með eld.

Undanfarin ára hafa stjórnvöld í Bretlandi eytt um 7 milljónum punda í rannsóknir á leiðum til að hefta útbreiðslu sveppsins og í varnir gegn sýkingu af hans völdum án árangurs.

Auk hugmynda um að beita líftækni í baráttunni við sveppinn eru skógræktarmenn að gera tilraunir með að frjóvga saman breskan ask og aðrar asktegundir þar á meðal kínverska tegund sem er ónæm fyrir sýkingunni. Gallinn við slíkar kynbætur er að þær taka marga áratugi en með því að flytja erfðaefni milli ólíkra asktegunda er hægt að flýta þeirri vinnu verulega.

Að sögn plöntusjúkdómafræðinga er askur ekki eina plöntutegundin sem er í hættu. Hlýnun jarðar, aukinn ferðamannastraumur og flutningur lífvera milli heimshluta hefur einnig mikil áhrif á núverandi skóga og gróðursvæði álfunnar.

Getur slíkt leitt til þess að nýjar tegundir taki við að þeim sem fyrir eru og breyti ásýnd skóganna.  

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...