Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vömbum og öðrum innyflum skilað á vinnslulínuna í sláturhúsi SAH Afurða á Blönduósi.
Vömbum og öðrum innyflum skilað á vinnslulínuna í sláturhúsi SAH Afurða á Blönduósi.
Fréttir 13. október 2014

Engar vambir lengur með slátrinu frá SS

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fólk sem hefur verið að taka slátur til búdrýginda hefur rekið sig á að engar vambir eru lengur seldar í verslunum með slátrinu frá SS.

„Það ber helst til tíðinda að nú munum við hætta að bjóða upp á kalóneraðar vambir með slátrinu, en bjóðum þess í stað upp á tilbúna saumaða próteinkeppi sem aðeins þarf að bleyta upp í vatni áður en þeir eru fylltir og saumað fyrir. Vinnsla á kalóneruðum vömbum er mjög kostnaðarsöm og hefur farið minnkandi ár frá ári. Sífellt fleiri hafa kosið próteinkeppina undanfarin ár, enda einfaldari og hreinlegri útfærsla,“ segir Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri SS á Hvolsvelli, þegar hann var spurður út í fréttir þess efnis að ekki væri lengur hægt að fá vambir í sláturtíðinni. Hann segir að slátursalan fari vel af stað og hvetur landsmenn til að nota tækifærið til að fylla frysta af góðri, ódýrri og bráðhollri vöru.

„Stemningsmál“ að skafa og sníða vambir og sauma keppi

Einhverjir hafa lýst óánægju sinni með þá ákvörðun SS að hætta að selja kindavambir með slátrinu.
„Við skiljum fullkomlega að neytendur sakni gömlu kalóneruðu vambanna. Sumir telja það ákveðið „stemmingsmál“ að skafa og sníða vambir og sauma keppi. Raunin er hins vegar sú að sala hefur farið minnkandi ár frá ári, vinnslan er kostnaðarsöm, tækjabúnaður úreltur og verkkunnátta í fornum vinnsluaðferðum þverrandi.  Við teljum okkur bjóða upp á betri lausn sem notið hefur sívaxandi vinsælda og tekið skal fram að ekki er um gerviefni að ræða, heldur keppi sem unnir eru úr náttúrulegu dýrapróteini og eru ætir. Þessir náttúrulegu próteinkeppir eru ákaflega handhægir enda hafa þeir um árabil verið notaðir við framleiðslu á tilbúnu slátri hjá okkur og öðrum framleiðendum hér heima og erlendis með góðum árangri.  Allt slátur sem þú kaupir út í búð er í svona keppum. Eftir sem áður eru sköpuð verðmæti úr kindavömbunum þótt þær fari í annan farveg, engu er hent,“ segir Guðmundur.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...