Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Elstu og hæstu hengibjörk landsins bjargað frá falli
Mynd / Pétur Halldórsson
Fréttir 4. nóvember 2015

Elstu og hæstu hengibjörk landsins bjargað frá falli

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Stofnar rúmlega aldargamall­ar hengibjarkar sem stendur við Gömlu-Gróðrarstöðina á Akureyri voru festir saman með vír til að hrindra að tréð klofni. Björkin var lík­lega ræktuð þar upp af norsku fræi snemma á 20. öld. Sprunga var komin í stofninn þar sem hann skiptist í tvennt og höfðu menn á­hyggjur af því að tréð gæti klofn­að og drepist. Björkin var lík­lega ræktuð þar upp af norsku fræi snemma á 20. öld.
Í Skandinavíu eru fullvaxta tré af þessari tegund gjarnan 15–25 metra há en tréð við Gömlu-Gróðrarstöðina er örugglega komið yfir 15 metra hæð. Aðstæður eru samt nokkuð erfiðar til að mæla hæð trésins nákvæmlega.
 
Á síðustu misserum hefur mynd­ast sprunga í stofninn neðan við skipt­inguna sem smám saman hefur gleikk­að og því höfðu menn áhyggjur af því að dagar trésins gætu senn verið tald­ir, yrði ekkert að gert. Annar eða báð­ir stofnarnir hefðu getað brotnað í stór­viðri, stofninn klofnað og tréð drepist.
 
Stendur vonandi lengi enn
 
Hallgrímur Indriðason, skipulags­fulltrúi Skógræktar ríkisins, gekk til verks til að bjarga trénu ásamt Brynjari Skúlasyni, skógfræðingi hjá Rannsókn­astöð skógræktar, Mógilsá. Fengnir voru myndarlegir 10 mm snittteinar og tilheyrandi lykkjur og festingar ásamt vír til að strengja milli stofna trésins. Borað var í báða stofnana, teinunum stungið í gegn og vírinn festur á milli. Loks var hert upp á teinunum og stofnarnir togaðir örlítið saman. Nú er vonandi að hengibjörkin falleg­a fái að standa lengi enn. Þetta er án efa bæði elsta og stærsta hengi­björk á Íslandi og stór tré af þessari tegund eru sjaldgæf hérlendis. Frá þessu er sagt á vef Skógræktar ríkisins, skogur.is. 

5 myndir:

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...