Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Efla verður fræðslu og umræðu um skóga í heiminum
Fréttir 13. október 2015

Efla verður fræðslu og umræðu um skóga í heiminum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heimsbyggðin þarf að vita að skógar heimsins eru meira en bara tré. Í skógunum felast ómæld tækifæri sem geta skipt sköpum í baráttunni við hungur, baráttunni fyrir betra lífi fólks og baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Þetta er niðurstaða fjórtándu heimsráðstefnunnar um skóga sem lauk í Durban í Suður-Afríku á föstudag í fyrri viku. Í yfirlýsingu sem samþykkt var á ráðstefnunni er áhersla lögð á aukna fræðslu um skóga, fjárfestingu í menntun og eflda umræðu um mikilvægt hlutverk skóganna fyrir lífið á jörðinni.

Skógar heimsins 2050

Á heimasíðu Skógræktar ríkisins segir að markmið þessarar stærstu skógarmálasamkomu heims á þessum áratug hafi verið að setja fram sýn um hvernig skógar og skógrækt skyldi líta út í heiminum árið 2050. Þá fimm daga sem ráðstefnan stóð var til umræðu sérstök yfirlýsing sem samþykkt var lokadaginn, Durban-yfirlýsingin um skóga heimsins fram til 2050. Þar er því lýst yfir að skógar skuli verða grundvallarþáttur í matvælaöryggi og auknum lífsgæðum jarðarbúa. Flétta þurfi skógum og trjám saman við annars konar landnýtingu eins og hefðbundinn landbúnað til að ráðast að orsökum skógareyðingar og átaka um land og jarðnæði. Því er enn fremur lýst yfir að skógar sem nytjaðir séu og ræktaðir með sjálfbærum hætti séu óhjákvæmilega meginvopn í baráttunni við loftslagsbreytingar. Stuðla verði að því að skógar bindi eins mikið kolefni og mögulegt er en geti um leið veitt aðra umhverfislega þjónustu og gæði.

Fjárfesting og samstarf skiptir sköpum

Í yfirlýsingunni eru tíundaðar aðgerðir sem nauðsynlegt sé að ráðast í til að sú sýn sem sett er fram verði að veruleika. Þar á meðal er lögð áhersla á aukna fræðslu og menntun, umræðu og upplýsingagjöf, rannsóknir og atvinnusköpun, einkum að skapa ný störf fyrir ungt fólk í skógum og skógartengdum greinum.
Enn fremur er lögð áhersla á nauðsyn þess að fólk vinni saman á sviði skógræktar, landbúnaðar, efnahagslífs, orku, vatns og annarra greina en einnig að frumbyggjar og afmörkuð samfélög fólks á hverju svæði verði virkjuð með í þessu starfi. /www.skog.is

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...