Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Breskt rúningströll með nýtt heimsmet
Líf&Starf 15. ágúst 2016

Breskt rúningströll með nýtt heimsmet

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bóndi í Cornwall-skíri á Bretlands­eyjum hefur bætt heimsmetið í rúningi um tíu ær. Fyrra met, sem staðið hefur frá 2007, var 721 kind á tólf tímum en er nú 731 kind.

Keppnin felst í því að rýja sem flestar kindur á tólf klukkustundum frá klukkan fimm eftir miðnætti til klukkan fimm síðdegis á sama sólarhring.

Nýja metið, 731 kind, setti Matt Smith sem er breskur sauðfjárbóndi í Cornwall-skíri en fyrra met sem var sett árið 2007 átti Ástralinn Rodney Sutton.

Smith, sem er 32 ára og býr ásamt eiginkonu sinni með tæplega 1.400 fjár á ríflega 160 hektara jörð, er fyrsti maðurinn á norðurhveli til að reyna að fella fyrra met.

Keppni af þessu tagi er aftur á móti vinsæl í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.

Æsispennandi keppni
Rúningstörn Smith fór vel af stað og var æsispennandi. Á fyrstu tveimur tímunum rúði hann 164 kindur. Eftir það tók hann sér klukkustundar hvíld en að henni lokinni rúði hann 142 kindur frá einum tíma og fjörutíu og fimm mínútum. Að lokinni hálftíma pásu rúði hann 142 kindur frá korter yfir tíu og fram að hádegi. Næsta törn stóð frá klukkan eitt eftir hádegi til korter í þrjú og á þeim tíma misstu 141 kind reifið. Í síðasta áfanga rúði hann 142 kindur. Samanlagt gera það 731 kind á tólf klukkustundum. Meðaltími Smith með hverja kind var 44 sekúndur.

Árs undirbúningur
Eftir að nýju heimsmeti var náð sagði Smith að sig hefði lengi langað til að reyna sig við gamla metið og hann hafi undirbúið sig í rúmt ár fyrir keppnina.

Fjórir aðrir keppendur reyndu sig við heimsmetið á sama tíma og geta þeir allir verið sáttir við árangurinn sem var á bilinu 702 til 721 kind.

Skylt efni: rúningur | Heimsmet

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...