Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Breskt rúningströll með nýtt heimsmet
Líf&Starf 15. ágúst 2016

Breskt rúningströll með nýtt heimsmet

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bóndi í Cornwall-skíri á Bretlands­eyjum hefur bætt heimsmetið í rúningi um tíu ær. Fyrra met, sem staðið hefur frá 2007, var 721 kind á tólf tímum en er nú 731 kind.

Keppnin felst í því að rýja sem flestar kindur á tólf klukkustundum frá klukkan fimm eftir miðnætti til klukkan fimm síðdegis á sama sólarhring.

Nýja metið, 731 kind, setti Matt Smith sem er breskur sauðfjárbóndi í Cornwall-skíri en fyrra met sem var sett árið 2007 átti Ástralinn Rodney Sutton.

Smith, sem er 32 ára og býr ásamt eiginkonu sinni með tæplega 1.400 fjár á ríflega 160 hektara jörð, er fyrsti maðurinn á norðurhveli til að reyna að fella fyrra met.

Keppni af þessu tagi er aftur á móti vinsæl í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.

Æsispennandi keppni
Rúningstörn Smith fór vel af stað og var æsispennandi. Á fyrstu tveimur tímunum rúði hann 164 kindur. Eftir það tók hann sér klukkustundar hvíld en að henni lokinni rúði hann 142 kindur frá einum tíma og fjörutíu og fimm mínútum. Að lokinni hálftíma pásu rúði hann 142 kindur frá korter yfir tíu og fram að hádegi. Næsta törn stóð frá klukkan eitt eftir hádegi til korter í þrjú og á þeim tíma misstu 141 kind reifið. Í síðasta áfanga rúði hann 142 kindur. Samanlagt gera það 731 kind á tólf klukkustundum. Meðaltími Smith með hverja kind var 44 sekúndur.

Árs undirbúningur
Eftir að nýju heimsmeti var náð sagði Smith að sig hefði lengi langað til að reyna sig við gamla metið og hann hafi undirbúið sig í rúmt ár fyrir keppnina.

Fjórir aðrir keppendur reyndu sig við heimsmetið á sama tíma og geta þeir allir verið sáttir við árangurinn sem var á bilinu 702 til 721 kind.

Skylt efni: rúningur | Heimsmet

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...