Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bændur greiða sjálfir fyrir hagsmunabaráttu sinna samtaka
Fréttir 18. ágúst 2015

Bændur greiða sjálfir fyrir hagsmunabaráttu sinna samtaka

Forsvarsmenn Bændasamtakanna voru ósáttir við ummæli forstjóra Haga, Finns Árnasonar, sem hélt því fram í blaðagrein í Frétta­blaðinu þann 4. ágúst sl. að Bændasamtökin fengju 500 milljónir króna í opinbera styrki til hagsmunabaráttu. Í tilkynningu sem birt var á vef sam­takanna sagði að þessi fullyrðing forstjórans væri röng. 
 
Bentu samtökin á að í fjárlög­um 2015 væri liður sem héti „Búnaðar­lagasamningur“. Fjármunirnir sem þar um ræðir renna meðal annars til ráðgjafarstarfs í landbúnaði, jarðabóta í sveitum, til Framleiðnisjóðs (sem er þróunar- og nýsköpunarsjóður landbúnaðarins) búfjárræktarstarfs og fleira sem er óskylt rekstri hagsmunabaráttu bænda.
 
Bænda­sam­tök­in eru frjáls félagasamtök og í bókhaldi þeirra er skilið á milli þeirra fjármuna sem koma frá ríkinu vegna bún­aðar­lagasamnings og fjármuna sem fara í að reka hagsmunabaráttu bænda. Verkefni í gegnum búnað­ar­lagasamning eru lögbundin en samninginn má lesa í heild sinni á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 
 
Í tilkynningu frá BÍ var bent á það að hagsmunabarátta samtaka bænda væri rekin fyrir tekjur af búnaðargjaldi sem bændur greiða sjálfir.
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f