Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hrossakjöt vegur ekki þungt í heildarsölu kjötafurða frá íslenskum bændum, eða um 2,4%.
Hrossakjöt vegur ekki þungt í heildarsölu kjötafurða frá íslenskum bændum, eða um 2,4%.
Fréttir 16. júlí 2019

Aukin sala á hrossakjöti

Höfundur: Hörður Kristinsson

Í maímánuði síðastliðnum seldust tæp 25,6 tonn af hrossakjöti frá afurðastöðvum samkvæmt tölum Búnaðarstofu Mast. Það er 68,5% aukning í sölu miðað við maí 2018.

Salan á hrossakjöti í maí sl. nam rétt tæplega 25,6 tonnum sem er 68,5% aukning milli ára. Var ársfjórðungssalan þá orðin rétt tæp 109 tonn sem er hvorki meira né minna en rúm tvöföldun á milli ára og nemur aukningin 101,6%. Miðað við heilt ár þýðir það 11% aukningu í sölu á hrossakjöti. Árssalan á hrossakjöti er um 692 tonn. 

Hrossakjöt vegur ekki þungt í heildarsölu kjötafurða frá íslenskum bændum, eða um 2,4%. Virðast sölutölur á þessu ári benda til vaxandi áhuga á hrossakjöti. Undanfarin ár hefur verið mjög erfitt að fá hrossakjöt í íslenskum verslunum, nema þá helst saltað eða reykt. Margir virðast hins vegar vera að uppgötva gæði þessa kjöts, ekki síst folaldakjöts sem þykir sérlega gott á grillið.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...