Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir með Svandísi Svavarsdóttur og Kristján Þór Júlíusson á milli sín.
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir með Svandísi Svavarsdóttur og Kristján Þór Júlíusson á milli sín.
Mynd / Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Fréttir 8. febrúar 2019

Átak til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi

Í dag undirrituðu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra yfirlýsingu um sameiginlegt átak til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi.

Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytingu kemur fram að árið 2017 hafi starfshópur heilbrigðisráðherra skilað tíu tillögum að aðgerðum sem miða að því að hefta útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Ráðherrar sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og heilbrigðismála líta svo á að tillögur starfshópsins marki opinbera stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki. Stýrihópur beggja ráðuneyta mun hafa það hlutverk að framfylgja þeirri stefnu og er hópurinn skipaður með eftirfarandi hætti:

  • Linda Fanney Valgeirsdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
  • Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir
  • Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir

Í tilkynningunni er eftirfarandi haft eftir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra: „Sýklalyfjaónæmi er grafalvarlegt vandamál sem verður að takast á við af mikilli alvöru með raunhæfum aðgerðum og víðtæku samstarfi. Sem heilbrigðisráðherra mun ég leggja af mörkum það sem í mínu valdi stendur til að sporna við þessari alvarlegu ógn.“

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagði af þessu tilefni: „Með þessari undirritun liggur fyrir opinber stefna íslenskra stjórnvalda í baráttunni gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Það mikilvæga skref markar í mínum huga kaflaskil í þeirri baráttu og ber að þakka fyrir það góða starf sem unnið hefur verið á síðustu árum, m.a. starfshóp sem skilaði tillögum sínum árið 2017 og opinber stefna Íslands byggir nú á.“

Skýrsla starfshóps um varnir gegn sýklalyfjaónæmi.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...