Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Áslaug Alda stýrir seyruverkefni sex sveitarfélaga á Suðurlandi
Fréttir 26. mars 2020

Áslaug Alda stýrir seyruverkefni sex sveitarfélaga á Suðurlandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Áslaug Alda Þórarinsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri seyru­verkefnisins svokallaða, sem sex sveitarfélög í Árnessýslu, auk Ásahrepps í Rangárvallasýslu standa að.

Áslaug Alda er frá Spóastöðum í Bláskógabyggð og bý þar núna með sambýlismanni sínum, Ingva Rafni Óskarssyni, og sonum þeirra, þeim Aroni Gauta og Elvari Andra, sem eru fjögurra ára. Helstu verkefni Áslaugar Öldu verða  að halda utan um verkefnið í heild sinni, koma upplýsingum til fasteignaeigenda ef illa gengur að losa rotþróna hjá viðkomandi, taka við ábendingum og öllu því sem betur má fara í tengslum við tæmingu, sinna fræðslu og koma almennum og sértækum upplýsingum til eigenda rotþróa. Þá er hluti starfsins að sjá um skráningu í gagnagrunn enda er mikilvægt að allar upplýsingar séu tiltækar þegar á þarf að halda svo þjónustan verði góð og hnökralaus. Sveitarfélögin, sem standa að verkefninu eru Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Flóahreppur og Ásahreppur.

„Nýja starfið leggst mjög vel í mig og er mín helsta starfsstöð á Borg í Grímsnesi þar sem tekið hefur verið mjög vel á móti mér og líður mér strax mjög vel þar. Ég mun samt koma til með að vera á flakkinu og er nú þegar búin að fara og heimsækja allar skrifstofur sveitarfélaganna, sem eru í verkefninu,“ segir Áslaug Alda. 

Skylt efni: seyra | seyruverkefni

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...