Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ársfundur Bændasamtaka Íslands 2017 settur í Hofi
Mynd / smh
Fréttir 3. mars 2017

Ársfundur Bændasamtaka Íslands 2017 settur í Hofi

Höfundur: smh

Nú rétt í þessu var fyrsti ársfundur Bændasamtaka Íslands (BÍ) settur í Hofi á Akureyri.

Er ársfundurinn haldinn vegna breytinga á samþykktum BÍ á Búnaðarþingi 2015. Ársfundur er annars eðlis en Búnaðarþing, en fulltrúar á Búnaðarþingi hafa þó  einir atkvæðisrétt á ársfundinum.

Ársfundurinn kemur í stað Búnaðarþingsins annað hvert ár.  Þar verða ekki lagðar fram neinar ályktanir, en reikningar samtakanna fyrir árið 2016 verða afgreiddir og fjárhagsáætlun 2017.  Þar er kosinn skoðunarmaður og endurskoðanda til eins árs.

Sindri Sigurgeirsson flytur fundinum skýrslu um störf samtakanna, en ekki formlega setningarræðu eins og á Búnaðarþingi.

Fundargestir á ársfundi BÍ 2017.

Dagskrá ársfundarins verður tvískipt; fyrir hádegi eru hin eiginlegu aðalfundarstörf en eftir hádegi er ráðstefna undir yfirskriftinni Búskapur morgundagsins. þar sem fjallað verður um efnið frá mismunandi sjónarhornum.  Þar verður m.a. fjallað um nýjustu tækni, sjálfbærni í landbúnaði, verktöku til sveita og fleira.

Í kvöld er síðan bændahátíð í Hofi þar sem að Haraldur Benediktsson alþingismaður og fyrrum formaður BÍ stýrir veisluhöldum.

Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir:

 

Ráðstefnudagskrá - Búskapur morgundagsins

föstudaginn 3. mars kl. 13.00-16.00

 

Setning ráðstefnu: Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ

 

Ávarp: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra

 

Að stíga feti framar – nýsköpun, sjálfbærni og kolefnislausnir í landbúnaði?

Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður

 

Sjálfbærni í landbúnaði – tækifæri til aukinnar hagsældar

Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar LbhÍ

 

Straumar og stefnur í neytendamálum – breytingar á neytendamarkaði og samfélagsábyrgð

Oddný Anna Björnsdóttir, verkefnastjóri, umhverfi - samfélag - lýðheilsa, hjá Krónunni

 

Kaffihlé

 

Nýjasta tækni í landbúnaðartækjum og orkunotkun

Finnbogi Magnússon landbúnaðartæknifræðingur

 

Vélaverktaka til sveita – tæknilausnir og hagkvæmni

Bessi Freyr Vésteinsson, vélaverktaki og bóndi í Hofsstaðaseli

 

Tækni við úrvinnslu búvara – rekjanleiki og upplýsingagjöf til neytenda

Brynjar Már Karlsson, nýsköpun og þróun hjá Marel

 

Pallborðsumræður fyrir kaffihlé og að erindum loknum

Ráðstefnustjóri: Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...