Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Árið 2015 getur skipt sköpum fyrir skóga framtíðarinnar
Fréttir 11. september 2015

Árið 2015 getur skipt sköpum fyrir skóga framtíðarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heimsráðstefnan um skóga, World Forestry Congress (WFC), er nú haldin í fjórtánda sinn á vegum FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefnan er haldin í Suður-Afríku.

Um er að ræða stærstu skógaráðstefnu sem haldin er í heiminum og fer hún fram á sex ára fresti. Ráðstefnuna sækja sérfræðingar, fagfólk, embættisfólk, stjórnmálafólk og áhugafólk hvaðanæva að úr heiminum. Markmiðið ráðstefnunnar er að vekja athygli á mikilvægi skógræktar og skógarnytja fyrir sjálfbæra þróun í heiminum, efla skilning fólks á þeim ógnum sem steðja að skógum heims, benda á lausnir, miðla þekkingu og stuðla að því að tekið sé á brýnustu úrlausnarefnunum. Í frétt á heimasíðu Skógræktar ríkisins segir að árið 2015 sé talið geta skipt sköpum um framtíð skóga jarðarinnar.

Þjóðir heims búa sig nú undir að innleiða sameiginleg markmið um sjálfbæra þróun og undir lok ársins verður haldin í París loftslagsráðstefnan sem kölluð hefur verið mikilvægasti fundur mannkynssögunnar.

Skýrsla um ástand skóga

Við setningarathöfn heimsráðstefnunnar í Durban í gær var kynnt ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna um ástand skóganna í heiminum,  Global Forest Resources Assessment 2015. Í skýrslunni er farið yfir hvernig skógar heimsins hafa þróast undanfarinn aldarfjórðung, hvernig nýtingu þeirra er háttað, hversu sjálfbær nýtingin er og þess háttar.

Skógareyðingin mest í Brasilíu

Undanfarin fimm ár hefur mesta skógareyðingin verið í Brasilíu og Indónesíu að því er fram kemur í skýrslu FAO. Hér má sjá skógareyðingu í þeim tíu löndum í heiminum þar sem mest hefur tapast af skóglendi frá árinu 2010. Tölurnar eru í hekturum. Brasilía 984.000, Indónesía 684.000, Mjanmar 546.00, Nígería 410.000, Tansanía 372.000, Paragvæ 325.000, Simbabve 312.000, Austur-Kongó 311.000, Argentína 297.000 og Venesúela 289.000.

Skylt efni: Skógar | Skógrækt

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f