Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ný erfðabreytt afbrigði tómata innihalda D-vítamín.
Ný erfðabreytt afbrigði tómata innihalda D-vítamín.
Fréttir 21. júní 2022

Afstaða til erfðabreyttra matvæla mýkist

Höfundur: Vilmundur Hansen

Afstaða almennings á Bretlandseyjum gegn nýrri reglugerð sem rýmkar heimildir til að rækta erfðabreytt matvæli er ekki eins afgerandi og fyrir.

Almennt virðist fólk ekki vera eins mikið á móti ræktuninni og áður. Skömmu fyrir síðustu aldamót þótti hugmyndin um erfðabreytt matvæli ganga næst guðlasti og tilraunaakrar með erfðabreyttu korni voru eyðilagðir af andstæðingum ræktunarinnar.

Fyrir skömmu var lögð fyrir breska þingið tillaga sem á að auðvelda tilraunir með ræktun erfðabreyttra matjurta og um leið ræktun þeirra.

Rökin með tillögunni eru meðal annarra þau að með ræktun þeirra megi auka uppskeru umtalsvert, þol fyrir breytingum vegna loftslagsbreytinga, minnka áburðargjöf og framleiða vítamínbætt og hollari matjurtir.

Aðstandendur tillögunnar segja að sem betur fer hafi almenningur í dag betri skilning á kostum erfðatækninnar og hvað hún getur áorkað mannkyninu til góðs.


Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...