Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Farga hefur þurft svínum í stórum stíl vegna afrísku svínapestarinnar.
Farga hefur þurft svínum í stórum stíl vegna afrísku svínapestarinnar.
Mynd / stravaganzastravaganza.blogspot.com
Fréttir 1. október 2014

Afríska svínapestin komin til fjögurra ESB-ríkja

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Afríska svínapestin heldur áfram að breiðast út og er hún nú komin til fjögurra Evrópusambandsríkja. Nýverið greindu yfirvöld í Eistlandi frá því að sjúkdómsins hefði líka orðið vart þar í landi.

Í Eistlandi hefur pestin greinst  á svæði þar sem 15 lítil svínabú eru í rekstri. Gert var ráð fyrir að öllum svínum í þessum búum yrði slátrað og lýst var yfir að svæði sem næði yfir 8 kílómetra radíus í kringum búin yrðu sett í sóttvarnareinangrun.

Veiran berst ekki í önnur dýr eða fólk en getur borist á milli svæða með sýktum dýrum, sæði og hráu kjöti af sýktum dýrum. Einnig getur vírusinn borist með farartækjum, fatnaði og öðrum búnaði sem hefur komist í snertingu við jarðveg af sýktum svæðum eða sýkt svín. Dánartíðni meðal svína og grísa sem sýkjast er allt að 100%.

Ivar Padar, landbúnaðarráðherra Eistlands, telur líklegt að vírusinn kunni að hafa verið að breiðast út með villtum svínum í skógum landsins í sumar. Pestin hefur verið þekkt í Rússlandi frá 2007 og er nú landlæg í Georgíu, Armeníu, Azerbaídsjan, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. Þá er hún einnig komin til fjögurra Evrópusambandsríkja eins og fyrr greinir, en það eru Pólland, Litháen, Lettland og Eistland.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...