Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aðfanganotkun landbúnaðarins 40,8 milljarðar
Fréttir 27. janúar 2020

Aðfanganotkun landbúnaðarins 40,8 milljarðar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands lækkaði framleiðsluvirði landbúnaðar á Íslandi um 3% árið 2018. Heildarframleiðsluvirði land­búnaðarins fyrir árið 2018 var 60,9 milljarðar á grunnverði að meðtöldum vörustyrkjum en að frátöldum vörusköttum.

Lækkunina má rekja til 3,8% minna framleiðslumagns og 0,8% verðhækkunar samanborið við árið áður, samkvæmt því sem segir á vef Hagstofunnar. Formaður Bænda­samtaka Íslands hefur áhyggjur af stöðunni.

Aðföng hækkað og framleiðsla dregist saman

Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segir það áhyggjuefni að afkoma landbúnaðarins hafi versnað samkvæmt þessum tölum. „Aðföng hafa hækkað verulega umfram afurðaverð og framleiðsla hefur líka dregist saman, sérstaklega í nytjaplönturæktun. Slíkt er ekki gott í því ljósi að eftirspurn er vaxandi eftir þeim afurðum en innlenda framleiðslan er greinilega að gefa eftir gagnvart innflutningi. Bæði samtök bænda og stjórnvöld þurfa að fara yfir þessi mál og það verður gert í yfirstandandi viðræðum um endurskoðun garðyrkjusamnings. Svo sannarlega erum við stolt af okkar framleiðslu og við verðum að snúa vörn í sókn.“

Aðfanganotkun landbúnaðarins 40,8 milljarðar

Samkvæmt tölum Hagstofunnar var virði afurða búfjárræktar áætlað 42,2 milljarðar króna árið 2018, þar af voru vörutengdir styrkir og skattar um 11,5 milljarðar króna. Virði afurða nytjaplönturæktar sama ár er 14,4 milljarðar, þar af voru vörutengdir styrkir og skattar 519 milljónir króna. Aðfanganotkun landbúnaðarins í heild er áætluð 40,8 milljarðar árið 2018 og jókst hún um 1,2% frá fyrra ári. Rekja má breytingu á notkun aðfanga til 4,3% magnlækkunar og 5,1% hækkunar á verði.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...