Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Aðfanganotkun landbúnaðarins 40,8 milljarðar
Fréttir 27. janúar 2020

Aðfanganotkun landbúnaðarins 40,8 milljarðar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands lækkaði framleiðsluvirði landbúnaðar á Íslandi um 3% árið 2018. Heildarframleiðsluvirði land­búnaðarins fyrir árið 2018 var 60,9 milljarðar á grunnverði að meðtöldum vörustyrkjum en að frátöldum vörusköttum.

Lækkunina má rekja til 3,8% minna framleiðslumagns og 0,8% verðhækkunar samanborið við árið áður, samkvæmt því sem segir á vef Hagstofunnar. Formaður Bænda­samtaka Íslands hefur áhyggjur af stöðunni.

Aðföng hækkað og framleiðsla dregist saman

Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segir það áhyggjuefni að afkoma landbúnaðarins hafi versnað samkvæmt þessum tölum. „Aðföng hafa hækkað verulega umfram afurðaverð og framleiðsla hefur líka dregist saman, sérstaklega í nytjaplönturæktun. Slíkt er ekki gott í því ljósi að eftirspurn er vaxandi eftir þeim afurðum en innlenda framleiðslan er greinilega að gefa eftir gagnvart innflutningi. Bæði samtök bænda og stjórnvöld þurfa að fara yfir þessi mál og það verður gert í yfirstandandi viðræðum um endurskoðun garðyrkjusamnings. Svo sannarlega erum við stolt af okkar framleiðslu og við verðum að snúa vörn í sókn.“

Aðfanganotkun landbúnaðarins 40,8 milljarðar

Samkvæmt tölum Hagstofunnar var virði afurða búfjárræktar áætlað 42,2 milljarðar króna árið 2018, þar af voru vörutengdir styrkir og skattar um 11,5 milljarðar króna. Virði afurða nytjaplönturæktar sama ár er 14,4 milljarðar, þar af voru vörutengdir styrkir og skattar 519 milljónir króna. Aðfanganotkun landbúnaðarins í heild er áætluð 40,8 milljarðar árið 2018 og jókst hún um 1,2% frá fyrra ári. Rekja má breytingu á notkun aðfanga til 4,3% magnlækkunar og 5,1% hækkunar á verði.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...