Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands
Mynd / Vilmundur Hansen
Fréttir 12. ágúst 2014

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2014 verður haldinn í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi helgina 15.-17. ágúst. Skógræktarfélag Akraness, í samstarfi við Skógræktarfélag Skilmannahrepps, er gestgjafi fundarins.
                     
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt fjölbreytt fræðsluerindi og farið í vettvangsferðir um Akranes og Hvalfjarðarsveit,  þar sem gestum gefst tækifæri á að sjá með eigin augum þann árangur sem þar hefur náðst við uppgræðslu og skógrækt. Hápunktur fundarins er hátíðarkvöldverður í Fjölbrautaskólanum á laugardagskvöld þar sem valinkunnir menn verða heiðraðir fyrir framlag sitt til skógræktar og dans stiginn fram á nótt.

Í fræðsluerindum á fundinum verður sjónum meðal annars beint að skógrækt á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit, skaðvöldum í skógi, eplarækt og ræktun jólatrjáa.

Dagskrá aðalfundar, starfsskýrslu Skógræktarfélags Íslands og aðrar gagnlegar upplýsingar má nálgast á vefsvæði Skógræktarfélags Íslands
 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...