Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
8% lækkun á áburðarverði hjá Fóðurblöndunni milli ára
Fréttir 21. janúar 2016

8% lækkun á áburðarverði hjá Fóðurblöndunni milli ára

Verðskrá Fóðurblöndunnar/Áburðarverksmiðjunnar er komin út. Verðskráin gildir til 31. janúar 2016 og er háð breytingum á gengi. Eins og áður eru í boði hagstæðir greiðslusamningar. Þá eru í boði 8% staðgreiðsluafsláttur. Áburðarverðskráin lækkar um 8% milli ára sem skýrist meðal annars á breytingum á gengi og hagstæðari samningum milli ára.

Í fréttatilkynningu frá Fóðurblöndunni segir að Fóðurblandan bjóði upp á fjölbreytt úrval af áburðartegundum sem hannaðar voru með íslenskar aðstæður í huga. Fyrirtækið býður upp á bæði einkorna og fjölkorna áburð, fimm einkorna tegundir og átta fjölkorna tegundir.

Áburður fyrir íslenskar aðstæður
Vöruskrá Fóðurblöndunnar byggir á formúlum Áburðarverksmiðjunnar. Áburðarformúlurnar voru sérsniðnar að þörfum landbúnaðar á Íslandi. Efnainnihald áburðarins byggir á rannsóknum sem gerðar voru á íslenskum jarðvegi og mælingum heysýna. Þegar Áburðarverksmiðjan hóf að framleiða NPK áburðartegundir voru sérfræðingar hér á landi fengnir sem ráðgjafar til að hanna áburð sem hentaði okkar aðstæðum. Sérfræðingar í jarðrækt og áburðarfræðum hér á landi komu að gerð þeirra áburðategunda sem fyrirtækið býður uppá.

Einkenni NPK tegunda  Áburðarverksmiðjunnar eru hátt gildi fosfórs og tiltölulega lágt gildi á kalí. Einkenni fjölkorna tegunda fyrirtækisins er hár vatnsleysanleiki. Hár vatnsleysanleiki er sérstaklega mikilvægur í köldu loftslagi og þar sem vaxtartíminn er stuttur. Hér á landi er búið við kalt loftslag og stuttan vaxtartími.

Hagstæðir flutningur í boði
Boðið er upp á flutningstilboð, 600 kr/sekk til þeirra sem panta fyrir 31. janúar næstkomandi. Flutningstilboðið er þó háð því að pantaðir séu 10 sekkir eða meira.

Fóðurblandan hvetur viðskiptavini sína til þess að ganga frá pöntunum sem fyrst, með því að hafa samband við skrifstofu fyrirtækisins í síma 570-9800 eða einhvern af sölumönnum þess eða söluaðilum. Verðskrá er að finna á www.fodur.is
 

Skylt efni: áburður | Fóðurblandan

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...