Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nemendur kepptu í reiðmennsku á Skeifudeginum á Hvanneyri
Mynd / Auður Ósk Sigþórsdóttir.
Líf&Starf 3. maí 2017

Nemendur kepptu í reiðmennsku á Skeifudeginum á Hvanneyri

Höfundur: Vilmundur Hansen
Skeifudagurinn, keppni nemenda í hrossarækt III við LbhÍ, fór fram á Mið-Fossum í Skorradal sumardaginn fyrsta. Að hátíðinni stendur Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri og fór dagurinn fram eins og best er á kosið. 
 
Að lokinni keppni fór hið vinsæla folatollahappdrætti fram þar sem vinningar eru gjafabréf fyrir handhafa að leiða hryssu sína undir hina ýmsu stóðhesta og búa til framtíðargæðinga. Um 300 miðar seldust enda til mikils að vinna fyrir áhugasamt hestafólk. Aðstandendur að keppninni voru ánægðir með daginn en í ár er hann haldinn í 61. sinn. 
 
Gunnarsbikarinn
 
Að þessi sinni hlaut Bryndís Karen Pálsdóttir Gunnarsbikarinn sem er gefinn til minningar um Gunnar Bjarnason, fyrrverandi hrossaræktarráðunaut, en nemendur keppa í fjórgangi. Sigurður Kristmundsson var í öðru sæti, Hugrún Björt Hermannsdóttir í þriðja, Þráinn Ingólfsson í því fjórða og Kristján Valur Sigurjónsson í fimmta sæti.
 
Félag tamningamanna gefur þeim nemanda sem þykir sitja hest sinn best verðlaun og komu þau í hlut Bryndísar Karenar Pálsdóttur 
 
Eiðfaxabikarinn 
 
Sigríður Linda Hyström og Alex Rafn Elfarsson hlutu Eiðfaxabikarinn en hann er veittur þeim nemanda sem hlýtur hæstu einkunn í bóklegum áfanga, hestafræði, en Sigríður og Alex voru sameiginlega með hæstu einkunnina. 
 
Framfaraverðlaun Reynis 
 
Framfaraverðlaun Reynis eru veitt þeim nemanda sem sýnt hefur hvað mestan áhuga, ástundun og tekið hvað mestum framförum í reiðmennsku. Framfaraverðlaunin hlaut Þráinn Ingólfsson.
 
Morgunblaðsskeifan
 
Harpa Björk Eiríksdóttir hlaut Morgun­blaðsskeifuna en önnur sæti skipuðu Kristján Valur Sigurjónsson, Bryndís Karen Pálsdóttir, Þráinn Ingólfsson og Sigurður Kristmundsson. 
 
Auk þess að vera keppnisdagur nemenda í hrossarækt III við LbhÍ er Skeifudagurinn einnig útskriftardagur nemenda í námskeiðinu Reiðmaðurinn sem er tveggja ára starfsmenntanám, ætlað þeim sem vilja bæta reiðmennsku sína. 
 
Reynisbikarinn
 
Reiðmannsnemendur keppa um Reynisbikarinn sem gefinn er af fjölskyldu Reynis Aðalsteinssonar, upphafsmanns Reiðmannsnámskeiðisins. 
 
Í fyrsta sæti var Maja Vilstrup, í öðru sæti Jenny Eriksson, í því þriðja Gunnar Jónsson, Bragi Viðar Gunnarsson var í fjórða sæti og Matthildur María Guðmundsdóttir í því fimmta. 

4 myndir:

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...