Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Saumastofan
Menning 27. mars 2023

Saumastofan

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Hofsóss stendur nú í æfingum á verkinu Saumastofan, skrifuðu af Kjartani Ragnarssyni í tilefni kvennafrídagsins, 24. október árið 1975.

Er verkið í raun þjóðfélagsádeila þar sem kjör kynjanna eru tekin fyrir en það ár er kallað kvennaárið, er Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að það skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna. Segir frá sex konum, starfandi á saumastofu sem ákveða að slá upp afmælisveislu og deila með viðstöddum sögum sínum á litríkan hátt. Inn í skemmtunina fléttast svo umræðan um hlutverk kvenna í samfélaginu. 

Í sýningunni eru níu leikarar á aldrinum 15 til 60 ára eða þar um bil og hefur heilt á litið gengið ótrúlega vel samkvæmt formanni félagsins, henni Fríðu Eyjólfsdóttur. Leikstjóri verksins er svo María Sigurðardóttir, en hún hefur áralanga reynslu sem leikstjóri bæði hjá hinum ýmsu áhugaleikfélögum sem og í atvinnuleikhúsi.

Sýnt verður í Höfðaborg á Hofsósi, en miðapantanir og frekari upplýsingar eru í s. 854-6737.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...