Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kristín S. Bjarnadóttir í Sigluvík, hún er hjúkrunarfræðingur og starfar við fagið en stundar að auki þó nokkra útgáfustarfsemi undir nafninu Blúndur og blóm, m.a. dagatöl og kort af ýmsu tagi og Hulda Ólafsdóttir, grafískur hönnuður sem rekur félagið Hja
Kristín S. Bjarnadóttir í Sigluvík, hún er hjúkrunarfræðingur og starfar við fagið en stundar að auki þó nokkra útgáfustarfsemi undir nafninu Blúndur og blóm, m.a. dagatöl og kort af ýmsu tagi og Hulda Ólafsdóttir, grafískur hönnuður sem rekur félagið Hja
Líf og starf 15. nóvember 2018

Elskulegt andrúmsloft í Útgáfugleði í Sigluvík

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Ég hef haft þann hátt á undanfarin ár að blása til smá hátíðar hér heima í Sigluvík og halda þannig upp á að nýr árangur í útgáfu minni er komin út, boðið gestum að líta við, skoða útgáfuna og þiggja léttar veitingar,“  segir Kristín S. Bjarnadóttir á Sigluvík á Svalbarðsströnd, en hún hefur mörg undanfarin ár gefið út fimm mismunandi gerðir af dagatölum með eigin ljósmyndum og texta, auka korta, m.a. jólakort, samúðarkort og tækifæriskort.

Sigluvík er á Svalbarðsströnd, um 10 mínútur tekur að aka þangað frá Akureyri.

 

Nú um komandi helgi verður blásið til Útgáfuhátíðar í Sigluvík og mun meira viðhaft en áður, Hulda Ólafsdóttir hjá Hjartalagi hefur liðin ár verið með Kristínu en þær stöllur fá nú fjöldann allan af fólk til liðs við sig og lofa góðri stemmningu. Útgáfugleðin fer fram inni á heimilinu, þátttakendur koma sér fyrir á tveimur hæðum hússins og geta gestir farið á milli og skoðað hvað er í boði.

Kristín er hjúkrunarfræðingur með sérhæfingu í líknarhjúkrun og starfar við sitt fag hjá Heimahlynningu á Akureyri. Eiginmaður hennar er Birgir Hauksson kjötiðnaðarmaður hjá Kjarnafæði. Þau hjónin hafa undanfarin áratug séð um stofnútsæðisræktun á gullauga kartöflum, en þau tóku við af tengdaforeldrunum hennar og eru með ræktunina í Fífilgerði í Eyjafjarðarsveit. „Við erum bæði alin upp í sveit og á þeim tíma sem kartöflurækt var mikil, fór fram á mörgum bæjum við Eyjafjörð,“ segir Kristín sem er frá Svalbarði á Svalbarðsströnd en Birgir er frá Fífilgerði. 

Fimm mismunandi dagatöl

„Ég hef alla tíð haft óbilandi áhuga á að fegra umhverfi mitt, föndra og finna gömlum lúnum hlutum nýtt hlutverk. Út frá því áhugamáli kviknaði áhugi á að stilla upp og taka myndir af ýmsu gömlu, bæði úti og inni og eiginlega varð það kveikjan að því að ég fór að gefa dagatölin út,“ segir Kristín. Fimm mismunandi gerðir dagatala eru í boði, notalegar stemmingsmyndir prýða þau öll auk þess sem Kristín semur texta til innblásturs fyrir hver mánaðarmót. Bæði er um að ræða borð- og veggdagatöl, þau eru í tveimur stærðum auk Skipulagsdagatals fjölskyldunnar, en það hefur þann eiginleika að hver og einn innan fjölskyldunnar á sinn dálk til að fylla inn í fyrirfram og þannig hafa allir á heimilinu sömu yfirsýn við væntanlega viðburði. Þá gefur Kristín út Íslenska barnadagatalið, sem er ríkulega myndskreytt með ljósmyndum af íslenskum dýrum og fleiru áhugaverðu, m.a. myndamerkingum, leiðbeiningar og brosandi límmiðar til að merkja inn gleði- og tilhlökkunardaga. „Þannig verður fókusinn sjálfkrafa á það jákvæða í tilverunni,“ segir Kristín.  Dagatölin er hægt að fá í gjafapakkningu og hafa þau verið vinsæl til gjafa.

Miðlum birtum og bjartsýni

Kristín nýtir ljósmyndir af dagatölunum einnig í útgáfu tækifæriskorta og sendir frá sér 12 ný kort á hverju ári. Tilganginn segir hún vera að miðla birtu og bjartsýni. Jólakort með kveðju og samúðarkort með hlýjum orðum eru einnig í boði.  „Þetta hefur eftir því sem árin líða undið svolítið upp á sig og orðið umfangsmeira,“ segir hún.  Þar kemur samstarfið við Huldu við sögu, en hún er grafískur hönnuður og hefur m.a. aðstoðað við uppsetningu á verkum Kristínar. „Við höfum hjálpast að um árin og byggt í kringum okkur ágætt tengslanet, en með því að stækka Útgáfugleðina svo um munar langar okkur að útvíkka það. Samkomur af þessu tagi veita alltaf mikinn innblástur, þær efla mann og styrkja,“ segja þær Kristín og Hulda.

Glaðværð og notalegheit

Þau sem verða með í Útgáfugleðinni þar sem vörur frá Blúndum og blómum og Hjartalagi verða til sýnis og sölu eru; Festar og fallegt skart, Fjola Design, Flottar flíkur, Handbróderaðir púðar – Þórdís Jónsdóttir, Hidda hönnun og námskeið, Leikur í höndum, Linda Óla Art, Studio Vast og Sælusápur, Sigríður og Inga með sörur, kleinur og handverk, Kristín Anna með sýnikennslu og sölu á Milk og Fusion málningu, Ásgerður hjá YogaZonen með hitapoka og herðanudd og spákonur verða á sveimi um Sigluvík auk þess sem Þórhildur Örvars lítur við og tekur lagið, Skapti Hallgrímsson áritar bók sína Ævintýri úr Austurvegi og í garðskálanum verður örsýning Hreins Halldórssonar alþýðulistamanns.  „Það verður líf og fjör alla helgina, en fyrst og fremst verður andrúmsloftið elskulegt og samkennd, glaðværð og notalegheit í fyrirrúmi,“ segja þær Kristín og Hulda.


 

Skylt efni: Útgáfa | Svalbarðsströnd

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...