Hannyrðahornið 26. júní 2019

Tólf arma stjörnuteppi

Handverkskúnst
Heklað úr Scheepjes Whirl, aðeins eina dokku þarf í teppið. Garnið er mjúkt og skemmtilegt að vinna með. 
 
Teppið kemur einstaklega vel út úr þessu skemmtilega garni sem skiptir sjálft um lit. 
 
Garn: Scheepjes Whirl 1 dokka, litur 768, Sherbet Rainbow. 
Fæst í Handverkskúnst, Rokku Fjarðarkaupum og Gallerý Snotru Akranesi.
 
Heklunál: 3,5 mm
 
Stærð: 89 cm þvermál
 
Skammstafanir: Sl. – sleppa, LL – loftlykkja, L – lykkja, KL – keðjulykkja, ST, stuðull, LL-bil – loftlykkjubil
 
Hver umferð byrjar á 2 loftlykkjum og teljast þær alltaf sem fyrsti stuðull umferðarinnar, hverri umferð er svo alltaf lokað með keðjulykkju í aðra loftlykkju af þessum tveimur.
 
Fitjið upp 4 LL, tengið saman í hring með KL.
 
1. umf: Heklið 2 LL (telst sem 1 ST), heklið 11 ST inn í hringinn, lokið umf með KL. (12 ST)
2. umf: Heklið 2 LL, 1 ST í sömu L, 2 ST í hverja L út umf, lokið umf. (24 ST)
3. umf: Heklið 2 LL, *sl. 1 L, heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) saman í næstu L*, endurtakið frá * að * 10 sinnnum til viðbótar, heklið 1 ST í fyrstu L umf, 2 LL, lokið umf með KL. 
4. umf: Heklið KL yfir í næsta LL-bil, heklið (2 LL, 1 ST, 2 LL, 2 ST) í LL-bilið, heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næstu 11 LL-bil, lokið umf.
5. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 1 ST, sl. 2 L, 1 ST *, endurtakið frá * að * út umf, síðasta endurtekningin endar við sl. 2, lokið umf.
6. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 1 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 2 ST, sl. 2 L, 2 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf. Athugið að héðan í frá endar síðasta endurtekningin í hverri umf við sl. 2.
7. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 2 ST, *heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) í næsta LL-bil, 3 ST, sl. 2 L, 3 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
8. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 2 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 3 ST, sl. 2 L, 3 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
9. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 3 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 4 ST, sl. 2 L, 4 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
10. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 4 ST, *heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) í næsta LL-bil, 5 ST, sl. 2 L, 5 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
11. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 4 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 5 ST, sl. 2 L, 5 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
12. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 5 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 6 ST, sl. 2 L, 6 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
13. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 6 ST, *heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) í næsta LL-bil, 7 ST, sl. 2 L, 7 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
 
Umferðir 11-13 eru endurteknar til þess að stækka teppið, með hverri endurtekningu fjölgar stuðlunum. Heklið áfram þar til æskilegri stærð hefur verið náð, eða þar til garnið er búið. Í teppinu á myndinni eru 43. umferðir. Í lokin má hekla tvær umferðir af fastapinnum til þess að ramma teppið inn, en það er ekki nauðsynlegt.
 
 
Þýdd uppskrift frá Celeste Young. 
 
Heklkveðjur
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is