Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Primadonnasjal
Hannyrðahornið 13. nóvember 2018

Primadonnasjal

Einfalt og fljótlegt sjal prjónað úr Drops Air. Garðaprjón og gatamynstur setja skemmtilegan svip á sjalið. Lungamjúkt sjal sem gott er að vefja um hálsinn í vetur. 
 
Mál:  
- Lengd efst: ca 160 cm.
- Hæð fyrir miðju: ca 51 cm.
 
Garn: Drops Air fæst í Handverkskúnst
- Bleikur nr 20: 100 g 
 
Prjónar: Hringprjónn, 80 cm nr 8 – eða þá stærð sem þarf til að 12 lykkjur og 26 umferðir með garðaprjóni verði 10x10 cm.
 
Sjal: Sjalið er prjónað fram og til. Prjónað er ofan frá við miðju að framan og aukið er út í hverri umferð í hliðum.
Fitjið upp 2 lykkjur á hringprjón nr 8 með Air. Prjónið síðan þannig: 
Umf 1-2: 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt út umf = aukið út um 2 lykkjur.
Umf 3-4: 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt út umf = aukið út um 4 lykkjur.
Umf 5-6: 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt út umf = aukið út um 2 lykkjur.
Umf 7-8: 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt út umferðina = aukið út um 4 lykkjur.
Umf 9: 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, *prjónið 2 slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn*, endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir af umf, 1 slétt = aukið út um 1 lykkju.
Umf 10: 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt út umf = aukið út um 1 lykkju.
Umf 11-12: 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar út umf = aukið út um 4 lykkjur. Nú eru 20 lykkjur á prjóninum. 
 
Endurtakið umferðir 1-12, (lykkjufjöldinn eykst um 18 lykkjur í hverri endurtekningu).  Prjónið þar til stykkið mælist 51 cm frá uppfitjunarkanti. 
 
Afelling:
Til að fá affellingarkantinn teygjanlegan er fellt af með tvöföldum þræði eða með grófari prjónum. Fellið laust af. Klippið frá og festið enda, þvoið stykkið og leggið til þerris.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð